is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33873

Titill: 
 • Lífvirkni hliðarafurða úr matvælaframleiðslu til notkunar í snyrtivörur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Aukaverkanir vegna aukinna ónáttúrulegra efna og aukaefna í snyrtivörum geta haft mikil áhrif á umhverfi og menn, sérstaklega þegar til lengri tíma er litið. Eftirspurn eftir náttúrulegum lausnum í snyrtivörum hefur aukist síðustu ár vegna vitundarvakningar um skaðlegar afleiðingar aukaefna í snyrtivörum. Með skilvirkni nýtingu hliðarafurða er hægt að sporna gegn aukinni umhverfismengun ásamt því að nýta náttúruleg hráefni þeirra með lífvirkni til notkunar í snyrtivörur. Með aukinni notkun á náttúrulegum efnum erum við á sama tíma að auka nýtingu, verðmætasköpun og fjölga vörum á markaði fyrir fólk sem kýs hreinar og lífrænar vörur og aukum þannig heilbrigða samkeppni. Marga plöntur hafa ríka uppsprettu allskyns vítamína, andoxunarefna og fenólefna. Helsti kosturinn við hagnýtingu laufa og stilka er að sumar þessara afurða eru agjörlega ónýttar í dag og yfirleitt hent vegna þess að talið er að afurðirnar hafi enga nýtingarmöguleika, sem er þvert á það sem rannsóknir hafa sýnt fram á. Markmið verkefnisins var að mæla eftirsóknaverða lífvirkni í laufum og stilkum ákveðinnar plöntu, sem hugsanlega gæti nýst í snyrtivörur. Skoðaðir voru fjórir mismunandi leysar við lífvirkni útdrátt efniviðsins ásamt fjórum mismunandi styrkum sýna (1, 100, 250 and 500 mg/mL). Andoxunarvirkni var mæld með tveimur aðferðum, heildar andoxunarvirkni (TAC) og 2,2-diphenyl-1-picrylhydrazyl (DPPH). Bólguhamlandi virkni var mæld með hindrun á eðlissviptingu próteins.
  Niðurstöður sýndu að lífvirkni er að finna í bæði laufum og stilkum. Andoxunarvirkni samkvæmt DPPH aðferð var meiri í laufum og mesta virknin var með hexan útdrætti. Tölurverður munur virðist vera á niðurstöðum mælinga þegar borið er saman lauf og stilka og leysa sem notaðir eru við útdrátt. Bólguhamlandi virkni mældist hæst í laufum með etanól útdrætti.

 • Útdráttur er á ensku

  Side effects due to the chemical composition of cosmetics can have a major impact on the environment and humans, especially in the long run. Demand for natural and clean cosmetics has increased in recent years due to augment awareness of cosmetic additives. With efficient utilization of side products, it is possible to combat increased environmental pollution and to utilize their natural ingredients with bioactivity for use in cosmetics. At the same time, consumers are increasing the use, value creation and increasing the number of products on the market for people who choose pure and organic products, thus increasing healthy competition. Many plants from agriculture have a rich source of all kinds of vitamins, antioxidants and phenols. The main advantage of utilization leaves and stems is that this product is poorly used today and usually discarded because it is believed that the products have no utilization potential, which is contrary to recent studies. The main objective of the project was to measure the desired bioactivity in leaves and stems, from a specific plant, that could potentially be used in cosmetics. Four different solvents were used for the extraction of bioactive compounds from the stems and leaves and four different concentrations of samples (1, 100, 250 and 500 mg/mL). Antioxidant activity was measured by two methods, total antioxidant capacity (TAC) and 2,2-diphenyl-1-pyrylhydrazyl (DPPH). Anti-inflammatory activity was evaluated using protein denaturation assay.
  The results show that bioactivity is found in both leaves and stems. The antioxidant activity of the DPPH method was greater in leaves and most activity was measured in the hexane extraction. Numerous differences appear to be on the results of measurements when comparing stems and leaves and solvents used for extraction. Anti-inflammatory activity was highest in leaves with ethanol extract.

Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33873


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Ragnheiður Ásta.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna