is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33878

Titill: 
  • Alsæi á upplýsingaöld : rafrænt eftirlit í póst Orwellískum heimi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stöðugt flæði upplýsinga einkennir samfélagið í dag. Flestir Íslendingar hafa aðgang að samfélagsmiðlum og eiga flestir einhverskonar snjalltæki sem þeir bera með sér hvert sem þeir fara. Slík tæki safna allskonar upplýsingum um notandann, bæði tækin sjálf og svo samfélagsmiðlarnir sem notaðir eru í tækjunum. Þessar upplýsingar er hægt að nota til þess að hafa áhrif á neytandann. Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig eftirlit sé valdatæki út frá kenningu Foucault um Alsæið, sem er byggð á hugmynd Benthams um Alsjá, en hún er einskonar fangelsi þar sem fanginn sést öllum stundum en veit ekki hvort eða hvenær verið er að fylgjast með honum. Í bókinni 1984 lýsti Orwell eftirlitssamfélagi þar sem persónufrelsi hafði í raun verið útrýmt með stöðugu eftirliti í nafni valdsins og markmið eftirlitsins var að halda völdum en ekki að stuðla að velferð borgaranna. Eftirlit á Íslandi er töluvert en lítið hefur verið skrifað um það, fyrir 2010 voru hvergi til tölur um fjölda, né upplýsingar um staðsetningu eftirlitsmyndavéla sem beindust að almannarými. Ekki er skylt að tilkynna eftirlit eða vöktun svæðis og því enginn sem fylgist með eftirlits- og öryggismyndavélum á Íslandi. Skortur á upplýsingum um eftirlit og persónugagnasöfnun ýtir undir tortryggni og vantraust í samfélaginu og gerir allar yfirlýsingar um gagnsætt og lýðræðislegt stjórnarfar að engu. Þrátt fyrir skýr fyrirmæli laga um að merkja skuli, með áberandi hætti, eftirlitsbúnað sem snýr að starfsfólki fyrirtækja eða almenningi er lítið um slíkar merkingar og fræðslu- og viðvörunarskyldu því ekki framfylgt. Tækniframförum hefur fleygt fram og eftirlit hefur margfaldast. Tegund eftirlitsins hefur líka breyst og er ekki lengur nær eingöngu á opinbera sviðinu heldur er eftirlitið nú komið inn í einkalífið, inn á heimili fólks. Tæknin hefur gert alsæið að veruleika í heiminum, þar sem einstaklingurinn veit ekki hvort eða hvenær verið er að fylgjast með honum. Draga mætti þá ályktun að hugmyndir Orwells um eftirlit hafi sannanlega raungerst í nútímasamfélagi. Þá má auðveldlega nýta kenningu Foucaults um alsæið til þess að skilja og túlka eftirlitið með tilliti til valdhafa og hegðunar einstaklingsins. Eftirlit viðgengst óheft og óritskoðað. Aga í samfélaginu er viðhaldið með því að beita eftirliti markvisst til þess að breyta hegðun einstaklinga og þar með að breyta hugsunarhætti þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    Constant flow of information characterizes modern society. Most Icelanders have access to social media and have some sort of smart devices which they carry around everywhere. Smart devises gather all sorts of information about the user, both the device and the social media. This information can be used to influence the consumer. This essay will discuss how the surveillance can be used as device of power based on Foucault’s theories on panopticism which he built upon Bentham’s design of Panopticon. The panopticon is a prison where the subject never knows when or if someone is watching. In the book 1984, Orwell describes a surveillance society where the freedom of the individual has been destroyed with complete surveillance in the name of power. The purpose of the surveillance was to maintain power, not to promote the well-being of citizens. Surveillance in Iceland is considerable, but little has been written about it, before 2010 there was not much information on the location of surveillance cameras that focused on public space. It is not obligatory to report surveillance or monitoring of the area and therefore there is no one who has overview of surveillance cameras in Iceland. Lack of information on surveillance and personal data gathering encourages suspicion and distrust in society and negates all statements about countermeasures and democratic governance. It is evident that despite clear instructions of the law that all surveillance devices shall be prominently marked and information about surveillance should be readily available, this is not the case. Technological progress has advanced considerably, and surveillance has proliferated. The type of control has also changed, is no longer almost exclusively in the public domain, but is now entering private sphere as it has entered people's homes. The technology has made the panopticon a reality, as the individual does not know when the surveillance takes place. It could be concluded that Orwell's ideas for control have truly become a reality of modern society. Foucault's theories about panopticism can easily be used to understand and interpret surveillance regarding authorities and behavior of the individual. Surveillance is unrestricted and uncensored. Discipline in the community is maintained by systematically monitoring individuals to change their behavior and thereby changing their way of thinking according to Foucault’s theory.

Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33878


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alsæi á upplýsingaöld .pdf325.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna