is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33881

Titill: 
 • Er ég að vinna of mikið? : tengsl yfirvinnu við veikindi og veikindafjarvistir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Síðastliðin ár hefur stytting vinnuvikunnar mikið verið til umræðu í þjóðfélaginu, en áhrif of mikillar vinnu og ójafnvægis milli vinnu og fjölskyldulífs hafa mikið verið rannsökuð, auk þess sem íslensk tilraunaverkefni hafa gefið góða raun. Einkum hefur verið rætt að of mikil vinna geti verið skaðleg heilsu fólks og að langir vinnudagar skili ekki meiri framleiðni þar sem vinnuframlag langþreyttra starfsmanna sé minna en ella. Íslendingar vinna almennt langa vinnudaga og því er vert að rannsaka hvaða áhrif yfirvinna hefur á heilsu fólks, bæði andlega og líkamlega. Í þessari rannsókn var unnið með gögn upp úr spurningakönnun sem lögð var fyrir starfsfólk 15 sveitarfélaga árið 2015. Spurningarnar sem unnið var með snéru að sjálfsmati þátttakenda á líkamlegri og andlegri heilsu sinni, veikindafjarvistum, hvort þeir hefðu leitað til læknis vegna veikinda sem þeir ráku til aðstæðna í vinnunni og því hvort fólk mætti veikt til vinnu. Leitast var við að svara rannsóknarspurningunni „Hvaða tengsl eru milli mikillar yfirvinnu og veikinda og veikindafjarvista frá vinnu?“ og sýndu niðurstöðurnar marktæk tengsl milli yfirvinnu og þungra áhyggna, sem þýðir að þegar þátttakendur unnu yfirvinnu höfðu þeir síður þungar áhyggjur, en ekki voru marktæk tengsl milli yfirvinnu og hinna einkennanna, hvorki líkamlegu né andlegu. Einnig sást það í niðurstöðum að konur voru hlutfallslega lengur fjarverandi vegna veikinda en karlar og þær mættu einnig oftar veikar til vinnu. Marktækur munur var á því að vinna yfirvinnu og mæta veikur til vinnu.
  Ábyrgð okkar á eigin heilsu er rík og við getum gripið til ýmissa ráða til að bæta hana, en ábyrgð vinnuveitenda er einnig mikil. Ef vinnuveitendur skapa starfsmönnum sínum gott vinnuumhverfi hefur það jákvæð áhrif á einstaklinginn og vinnuframlag hans. Ábyrgð samfélagsins er einnig mikil, að í sameiningu sköpum við menningu þar sem heilsa og heilbrigði er í fyrirrúmi og jafnvægi milli vinnu og einkalífs eins gott og kostur er.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, the shortening of the working week has been widely discussed in society, and the effects of too much work and imbalances between work and family life have been extensively studied, in addition to Icelandic pilot projects which have provided good results. In particular, it has been discussed that too much work can be detrimental to health and that long working days do not mean more productivity as the work contribution of tired employees is less than it otherwise can be. Icelanders generally work long hours and therefore it is worth
  studying the effect that overtime has on both mental and physical health. In this study, data was collected from a questionnaire submitted to staff of 15 Icelandic municipalities in 2015. The questionnaire focused the participants' self-evaluation of physical and mental health,
  sickness absences and whether people went to work despite being sick. An attempt was made to answer the research question "What is the link between overtime and sickness and sickness absence from work?" and the results showed a significant relationship between overtime and
  excessive worrying, which means that when participants worked overtime they were less likely to worry excessively. The relationship between other symptoms, physical or mental, was not significant. Furthermore, the results showed that women had longer sickness absences than men and they also showed up to work sick more frequently than men. Responsibility for our own health is rich and we can take various steps to improve it, but employers' responsibilities are also high. If employers create a good working environment for their employees, it has positive impact on the individual and his work contribution. The
  responsibility of the community is also great, that together we create a culture where health and wellbeing are at the forefront and balance of work and private life as best as possible.

Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33881


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA yfirvinna veikindi veikindafjarvistir.pdf462.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna