is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33884

Titill: 
 • Hlutfallsgreining íþróttafrétta á íslenskum vefmiðlum : íþróttir og fjölmiðlar í nútímasamfélagi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar var að kanna hversu stórt hlutfall frétta eru íþróttafréttir hjá vefmiðlunum Vísir.is, Mbl. is og Rúv.is. Einnig vildum við kanna hvaða íþróttagreinar fá mesta umfjöllun. Hvað er svona merkilegt við íþróttafréttir og af hverju eru þær mikilvægar í nútíma samfélagi? Eru fjölmiðlar mögulega farnir að markaðssetja sig meira en áður á vefmiðlum? Umfjöllun um íþróttir á Íslandi hefur aukist töluvert á síðastliðnum árum á sama tíma og mjúkar fréttir verða vinsælli um allan heim. Þetta eru bein áhrif markaðssetningar þar sem vinsælasta efnið er í raun selt til lesenda í formi auglýsinga á vefnum. Til þess að komast að því hversu mikið er fjallað um íþróttir á stærstu miðlum landsins og svara spurningum okkar sem eru svohljóðandi: ,,Hvert er hlutfall íþróttafréttar af heildar fréttum annars vegar og hvert er hlutfall stakra íþróttagreina af íþróttafréttum?”, þá var notast við megindlega rannsóknaraðferð. Við rannsökuðum fréttir alla virka daga, eina viku í senn hjá Vísi, Morgunblaðinu og Rúv og flokkuðum þær niður eftir því af hvaða tagi þessar fréttir voru og um hvaða íþrótt var fjallað. Megin niðurstöður úr þessari rannsókn okkar var að íþróttafréttir eru stórt hlutfall þeirra frétta sem birtast á vefmiðlum hér á Íslandi og í takt við það sem er að gerast um heim allan. Síðar meir var haft samband við íþróttafréttadeildir miðlanna þriggja til að fá betri sýn á það hvað það er sem kemst í fréttir raunverulega og af hverju.
  Stefnan var frekar lík hjá miðlunum, ekki þurfti að skrifa ákveðið magn frétta dags daglega, heldur frekar leitað í að skrifa eitthvað sem gæti talist skrítin frétt þar sem þær fréttir eiga það til að vera vinsælli en fréttir sem fjalla um ákveðin árangur íþróttamanna. Rúv.is er með ákveðnar reglur hjá sér þegar kemur að ákveða um hvað eigi að fjalla og er það frekar byggt á tegund og mikilvægi heldur en vinsældum. Mbl.is leggur mikla áherslu á það sem er vinsælast en reyna samt að fjalla um sem mest af íþróttagreinum óháð lestri og Vísir leggur áherslu á að fjalla vel um allt það nýjasta og þar spila lestrartölur stórt hlutverk. Margt annað kom í ljós og miðað við hlutfall íþróttafrétta af öllum fréttum sem birtust, má segja að þær séu mikilvægur hluti í samfélaginu í dag þar sem fólk leitar af nýjum og skemmtilegum fréttum til þess að lesa. Einnig eru markaðsáhrifin orðin meiri og því eykst magn íþróttafrétta.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this thesis was to research the ratio of sports news to all published news on the online media Visir.is, Mbl.is and Ruv.is. Furthermore, we also wanted to examine which sport categories get the most media coverage. What is so remarkable about sports news and why are they important in modern society? Is the media potentially starting to market themselves more than before through online media? In Iceland, the coverage of sports news has significantly increased over the last few years, while at the same time soft news are becoming more prominent around the world. These are effects from direct involvement of marketing activities where the most popular content is being sold to readers in form of online advertising. Quantitative research methodology was used in order to find out how many sports news are covered in the country's largest media and to answer following questions: "What is the ratio of sports news to all published news, and what is the ratio of news within the various sport categories?”. News that Vísir, Morgunblaðið and Rúv published were studied in the course of one working week each and they were categorised according to the type of the news and which sport category was covered. The main result from this study was that sports news has a high percentage of published news on Icelandic websites, which is in line with the global trend.
  As a next step, the sports departments of the three media companies were contacted, in order to get more insights on what is published and its reason why. The strategy was quite similar between the media companies as they are not required to publish certain amount of news daily. Rather look for something to publish that could be considered as unusual, since such news tend to get more attention than news about certain game results. Ruv.is has specific rules when it comes to what is published and that it is based on the type and importance rather than popularity. Mbl.is puts a lot of emphasis on what is most popular, but still focus on to publish the majority of sport categories, regardless how much they are being read. Vísir emphasizes a lot on the latest news where the number of readers plays an important role. Many interesting insights were discovered and considering the ratio of sports news to all published news; it is safe to say that they are an important part of today‘s society as people seek for new and entertaining news.

Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33884


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A.-Lokaskil.pdf804.23 kBOpinnLokaverkefniPDFSkoða/Opna