is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33885

Titill: 
  • Líðan í lok vinnudags : áhrif þess að upplifa sig stressaðan og úrvinda í lok vinnudags
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það skiptir máli að starfsmönnum líði vel í lok vinnudags til þess að geta sagt skilið við vinnuna og notið frístundar. Vanlíðan starfsmanna getur haft slæmar afleiðingar á heilsufar þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að svara rannsóknarspurningunni: „Á hvaða hátt hefur líðan í lok vinnudags áhrif á veikindi og svefn starfsfólks?“. Rannsóknarspurningin var skoðuð út frá kyni, aldri og vinnustað. Gögnin voru fengin úr langtímarannsókninni Heilsa og vellíðan á vinnustað meðal starfsfólks íslenskra sveitarfélaga og voru gögn frá einu sveitarfélagi síðan 2016 skoðuð. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að líðan í lok vinnudags hefur ekki áhrif á fjölda veikindadaga. Líðan í lok vinnudags hefur þau áhrif að þeir starfsmenn sem upplifa sig oftar stressaða og/eða úrvinda í lok vinnudags mæta frekar veikir í vinnu vegna álags. Starfsmenn grunnskóla og leikskóla upplifðu sig oftar stressaða og úrvinda í lok vinnudags. Auk þess fannst starfsmönnum leikskóla þeir líklegri til þess að veikjast vegna umgangspesta á þeirra vinnustað. Eftir því sem starfsmenn upplifa sig oftar stressaða og/eða úrvinda í lok vinnudags því ólíklegri eru þeir til þess að upplifa líkamleg og andleg einkenni á borð við þrekleysi, kvíða, þungar áhyggjur og depurð. Konur voru líklegri til að upplifa bæði líkamleg og andleg veikindi. Algengast var meðal starfsmanna að finna fyrir verkjum í baki og vöðvabólgu. Líðan í lok vinnudags virðist hafa áhrif á svefn starfsmanna. Starfsmenn sem upplifðu sig oftar stressaða og/eða úrvinda í lok vinnudags voru líklegri til þess að eiga í erfiðleikum með svefn. Niðurstöðurnar segja okkur að mikilvægt er að yfirmenn séu meðvitaðir um þá þætti sem geta verið streituvaldandi eða orsakað vanlíðan meðal starfsmanna svo hægt sé að koma í veg fyrir þá.
    Lykilhugtök: vinnutengd streita, veikindafjarvistir, svefn, líkamleg einkenni, andleg einkenni.

  • Útdráttur er á ensku

    It is important for employees to feel good at the end of the workday in order to depart from work and enjoy their free time. Employee‘s well-being can have bad consequences on their health. The aim of this study was to answer the research question ―How does well-being at the
    end of the workday effect employee‘s sickness and sleep‖. The research question was examined from gender, age and workplace. The data was obtained from the long term study Health and well-being of municipal employees in Iceland. The data was from one municipality from the year 2016. Results indicated that well-being at the end of the work day
    does not have an impact on the number of sick days. Well-being at the end of the work day does have the impact that employees who more often feel stressed and/or exhausted at the end of the work day are likelier to show up sick for work because of high workloads. Employees working at grade schools and preschools most often felt stressed and/or exhausted at the end of the work day. Employees working in preschools felt more often likely to become sick from common bugs in their workplace. The more frequent employees feel stressed and/or exhausted at the end of the work day the more unlikely they are to experience physical and
    mental symptoms like lack of strength, anxiety, extreme worries and sadness. Women were more likely to experience both physical and mental symptoms. Back pain and muscle aches were the most common symptoms employees experienced. Well-being at the end of the work day does have an impact on employees sleep. Employees who more often feel stressed and/or exhausted at the end of the workday were more likely to have sleep difficulties. The results tell us that it is important that managers are aware of factors that can be stressful or cause distress among employees so they can be prevented.
    Keywords: job stress, absenteeism, sleep, physical symptoms, mental symptoms.

Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33885


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líðan-í-lok-vinnudags.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna