Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33887
Rannsóknir hafa sýnt fram á að þættir eins og heilbrigður lífstíll, lundarfar og félagsleg samskipti geta skipt máli þegar kemur að seiglu hjá einstaklingum á aldrinum 65 ára og eldri. Að hafa góða seiglu er mikilvægt fyrir einstaklinga til að takast á við allskyns áföll og atburði sem verða á vegi þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort að einstaklingar sem tileinkuðu sér heilbrigðan lífstíl og væru í reglubundnu sambandi við ættingja og vini myndu vera að einhverju leiti seigari en þeir sem ekki lifðu heilsusamlegu líferni og væru í minni samskiptum við vini og ættingja. Einnig var skoðað hvort tengsl væru á milli depurðar og seiglu. Þátttakendur voru 175 talsins á aldursbilinu 65 til 92 ára. Notast var við spurningalistan CD-RISC til að meta seiglu og GDS til að meta depurð. Niðurstöður sýndu að flestar breytur sem tengjast heilbrigðum lífstíl og félagslegum þáttum skiptu ekki máli þegar kemur að seiglu hjá þessum einstaklingum. Það virtust hins vegar vera tengsl á milli seiglu og þess að borða grænmeti og ávexti. Einnig reyndust þeir sem mældust með meiri seiglu láta í ljós minni depurð og öfugt. Upplýsingar sem þessar eru mikilvægar þegar litið er á það hvaða þættir gætu haft einna mest áhrif á seiglu fólks á þessum aldri. Ef ákveðnir eiginleikar eiga það til með að styrkja seiglu gæti einstaklingnum fundist þeir eftirsóknarverðir til farsællar öldrunar.
Lykilorð: Seigla, depurð, félagslegur stuðningur, heilsa, lífsstíll
Some studies have shown that factors like healthy lifestyle, mood and social interaction does matter when it comes to resilience in people at the age of 65 year old and older. Good resilience is important for all individuals because of the trauma and events that they will have to deal with in their lifespan. The purpose of the study was to see if individuals who adopted a healthy lifestyle and were in a regular contact with family and friends would be somewhat more resilient than those who did not live a healthy lifestyle and had a less contact with friends and family. It was also observed if there was correlation between depression and resilience. The participants were 175 in the age range of 65 to 92 years. CD-RISC list was used to measure resilience and GDS to measure depression. The results showed that most of the variables related to lifestyle and social factor did not matter in terms of whether individuals were resilient or not. It however seems to be relations between resilience and eating fruits and vegables. The individuals that scores higher on the resilience scale seems to be less depressed and reversed. Imformation as these might be important when looking at what factors could have most effect on resilience at that age, and if these special factors tend to strengthen resilience, individuals might find them ideal for successful ageing.
Key words: Resilience, depression, social support, health and lifestyle
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
seiglahjáeldrafólki.baverkefni.lokaskil.pdf | 331,92 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |