is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33890

Titill: 
  • Skottusálfræði : skilningur og misskilningur í greiningum á áráttu- og þráhyggjuröskun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fólk á það til að grípa ýmis orð á lofti tengdum fræðilegum hugtökum og leggja sitt eigið mat á það eða einfalda flókin hugtök sem hafa á bak við sig mikið af vísindalegum rannsóknum. Þetta kallast skottusálfræði. Dæmi um þær raskanir þar sem fólk grípur algengustu einkennin á lofti og telur sjálft sig vera með er áráttu- og þráhyggjuröskun. Á netinu á síðum eins og til dæmis Facebook og í glanstímaritum er hægt að finna mörg próf um áráttu- og þráhyggjuröskun. Þessi próf geta verið villandi og ýtt undir áhrif skottusálfræði. Hér á eftir verður fjallað nánar um áráttu- og þráhyggjuröskun, skottusálfræði og reynt verður að svara spurningunni hvort sálfræðipróf sem eru aðgengileg fyrir alla á netinu en hafa engin vísindi á bak við sig eru að greina fólk með sjúkdóma og/eða raskanir sem það þjáist ekki af.
    Þátttakendur voru sjálfboðaliðar sem svöruðu rafrænum spurningalista sem birtur var á Facebook. Spurningalistanum var skipt niður í þrjá hluta, í fyrsta hlutanum voru almennar spurningar um þátttakandan, í öðrum hluta voru spurningar úr netprófi þar sem svarað var á fjögurra punkta stiku og í þriðja hlutanum var DOCS spurningalisti sem metur alvarleika einkenna áráttu- og þráhyggjuröskunar.
    Af þeim 499 einstaklinum sem tóku þátt í könnuninni svöruðu 55% því játandi að vera með röskunina að einhverju leiti og af þeim voru 10% með greiningu sem sýndi að stór hópur fólks taldi sig vera með röskunina án þess að hafa nokkra greiningu sem styddi þá niðurstöðu. Þá bentu niðurstöður netprófsins til þess að 122 einstaklingar væru með áráttu- og þráhyggjuröskun á meðan DOCS spurningalistin gaf til kynna að 111 einstaklingar hefðu auknar líkur á að greinast með áráttu- og þráhyggjuröskun. Tvær tilgátur voru lagðar fram, tilgáta eitt var að netprófið greindi mikinn fjölda vegna þess að trú fólks á að röskunin gengi út að þola illa ósamhverfa hluti og að það væri sterk fylgni við flokkinn röðun/samhverfa á DOCS spurningalistanum. Tilgáta tvö var að netprófið væri ekki réttmætt þar sem það tæki aðeins á einum þætti röskunarinnar, það er einstaklingurinn endurskipurleggji hluti sífellt til að hafa umhverfi sitt í samræmi.
    Lykilhugtök: Skottusálfræði, áráttu- og þráhyggjuröskun, netpróf, DOCS spurningalisti.

  • Útdráttur er á ensku

    People have the tendency to put their own meaning on constructs and even to simplify a concept that has a scientific background; this is known as psychobabble. Obsessive-compulsive disorder is one of those disorders that are simplified and only the main symptoms are taken into account and used for self- diagnosis. You can find a lot of tests for obsessive-compulsive disorder on the internet such as the kind found on Facebook and in many glamour magazines. However, those tests should not be taken seriously, as they are not valid and may influence the effect of psychobabble. In this essay we will discuss in more detail, obsessive-compulsive disorder, psychobabble and we will try to answer the question: do psychological tests that appear on the internet and other places diagnose people with disorders they do not have or have them worry that they have some underlying psychosis?
    The participants in the research were 499 volunteers who answered questionnaires that were posted on Facebook. The questionnaires were substituted into three categories, the first included general questions about the participant. Category two included questions from the internet test and the participants answered on a four-point scale. The third category was the DOCS questionnaire which evaluates obsessive-compulsive symptoms.
    Of the 499 participants, 55% said they have or have at some level, obsessive-compulsive disorder and of them, 10% had a diagnoses that indicated a rather large group of people believe they have the disorder without having been diagnosed. According to the internet test, 122 individuals have obsessive-compulsive disorder while the DOCS questionnaires indicate that 111 people could have an increased probability of being diagnosed with the obsessive-compulsive disorder. Two hypotheses were proposed; the first one was that the internet test diagnosed so many people because they would believe that the main symptom from this disorder is symmetry, ordering and arranging, and that has a strong correlation with the ordering/symmetry category on the DOCS questionnaires. The second hypothesis is that the internet test is not valid because it only includes one category from the disorder, that is individual keeps rearrange his/her life, so it is in harmony with the environment he/she lives in.
    Key concept: psychobabble, obsessive- and compulsive disorder, internet test, DOCS.

Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33890


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skottusálfræði BA Ritgerð_5_7.pdf1,08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna