is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33894

Titill: 
 • Sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti : samfélagsmiðlafár, MeToo, opinberar persónur, hliðverðir og almannahagur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Umhverfi fjölmiðla hefur breyst mikið á undanförnum árum og miklar breytingar hafa orðið á samskiptaformi almennings á internetinu. Eftir að samfélagsmiðlar komu upp á yfirborðið og með tilkomu opinna fjölmiðla og athugasemdakerfa hefur verið opnuð ný gátt þar sem fólk gefur tjáningarfrelsinu lausan tauminn um málefni líðandi stundar. Ónærgætnar athugasemdir, tengdar fordómalausum skoðunum á umfjöllunarefninu, eru oft á tíðum í brennidepli. Birting ummæla, sem og myndbirting á samfélagsmiðlum, hefur skapað orðsporsáhættu. Í þessum stafræna heimi gilda önnur og ólík viðmið og reglur en hjá öðrum fréttaveitum. Hlutverk og siðferðislegar reglur fjölmiðlafólks sem fagstéttar eru skýr og fjölmiðlar eiga að vera hliðverðir (e. gatekeepers) sem veita aðhald með gagnsæ vinnubrögð að leiðarljósi.
  Kannað var hvernig heimar samfélagsmiðla og ritstýrðra miðla mætast í viðkvæmum málum. Einnig var skoðað hvort dómstóll götunnar hafi áhrif á hefðbundinn fréttaflutning og hvort þessi opnu samskiptaform almennings á samfélagsmiðlum séu að lita nútíma blaðamennsku. Hvaða kosti og galla hefur opin blaðamennska í för með sér og hvaða áhrif hefur hún á lýðræðisþróun á Íslandi? Fjallað var um þróun mismunandi samfélagsmiðla, vinnu-og siðareglur fjölmiðla og kannað hvort sömu siðareglur eigi við um fréttamiðla á netinu. Samfélagið á að geta treyst fjölmiðlastéttinni fyrir faglegri og heiðarlegri rannsóknarblaðamennsku en hlutverk fjölmiðla er að veita aðhald sem fjórða valdið. Forvitnilegt var að skoða hvort við værum að upplifa siðfár í nútímafjölmiðlun með samfélagsmiðlafréttum sem grafa undan öllu sem tengist heilbrigðum
  skoðanaskiptum. Notast var við eigindlegar rannsóknir með viðtölum við fagfólk, sem tengist fjölmiðlastéttinni á einn eða annan hátt, til að fá dýpri skilning á rannsóknarefninu. Viðtöl voru tekin við prófessor í heimspeki, prófessor í félagsfræði, formann Blaðamannfélags Íslands og rýnt í viðtöl við starfandi fjölmiðlafólk og annað fræðifólk.
  Niðurstaðan leiddi í ljós að tíðarandinn er gerbreyttur með tilkomu samfélagsmiðlanna, bæði hjá almenningi og fjölmiðlum. Fjölmiðlar eru enn að fóta sig í þessu nýja umhverfi en engin ritstjórn er á samfélagsmiðlum. Eftirliti á netinu er ábótavant og regluverkið þarf að vera skýrara á samfélagsmiðlunum. Enn á eftir að festa niður siðareglur á samfélagsmiðlum til að veita almenningi aðhald í samskiptum. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir falsfréttir, netníð, ærumeiðingar og fordæmingu eða svokallaða mannorðshnekki sem oft á tíðum geta haft í för með sér óbætanlegt tilfinningalegt tjón. Sannleikurinn virðist hafa margar hliðar og því er mikilvægt að halda í tjáningarfrelsið, þó með tilliti til þess að fólk beri ábyrgð á orðum sínum. Fróðlegt var að sjá að fjölmiðlar sem svokallaðir hliðverðir virðast hafa dregið úr hliðvörslunni og þeim hefur einfaldlega verið ýtt til hliðar af almenningsálitinu. Hins vegar, ef allt efni er ritskoðað, er lýðræðið ekki að virka. Almenningur hefur að mörgu leyti tekið sér hlutverk hlið „opnara“ þar sem allt fer í gegn án þess að nokkur maður beri ábyrgð á því.

 • Útdráttur er á ensku

  The media environment has changed significantly in recent years, and at the same time, there have been significant changes in the way the public communicates over the internet. With the advent of social media and the introduction of open media and commenting systems, a new gateway is now available where people are let loose to express their opinions on current affairs. Unpleasant comments relating to open-minded views of a topic are often the focus of attention. The publishing of comments and pictures on social media has also created a reputation risk. In this digital world, different criteria and rules apply than for other news sources. The role and ethical rules of the media as a professional class are clear, and the media should be gatekeepers, who provide restraint with transparent working practices. An examination was made of how the worlds of social media and edited media compare in relation to sensitive issues. Also examined was whether the court of public opinion is influencing traditional news reporting and whether this open form of public communication on social media is influencing modern journalism. What are the advantages and disadvantages of open journalism and what impact does it have on democratic development in Iceland?
  The development of different types of social media, the work and ethical guidelines of the media were discussed, and an examination was made as to whether the same code of conduct applies to online media. The public should be able to trust the media to provide professional and honest research journalism, as the role of the media is to provide checks and balances in its position as the fourth estate. It was interesting to examine whether we are experiencing a moral panic within modern media when social media undermines everything relating to healthy dialogue.
  Qualitative research was used with interviews with professionals who are connected to the media in one way or another, to gain a deeper understanding of the research subject. Interviews were conducted with a Professor of Philosophy, a Professor of Sociology, the Chairman of the National Union of Icelandic Journalists, and interviews with employed
  journalists and other academics were reviewed. The results showed that times have utterly changed with the advent of social media, both for the public and for the media. The media is still adapting to this new environment, as there is no editorial on social media. Online monitoring is inadequate and the regulatory framework for social media needs to be clarified. A social media code of conduct needs to be defined in order to provide the public with guidance in relation to online communications. This would make it possible to prevent fake news, internet bullying, defamation, or so-called denigration that often can lead to irreparable emotional damage. The truth seems to have many sides, and therefore it is important to maintain the freedom of expression, taking into account, however, that people are responsible for their words. It was interesting to see that the media, the so-called gatekeepers seem to have withdrawn from their gatekeeping role and have simply been pushed aside by public opinion. However, if all content is censored, democracy will not work. The public has, in many ways, taken on the role of gate "opener", where everything goes, without anyone accepting any responsibility.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.03.2140.
Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33894


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marín Manda_BA ritgerð lokadrög.pdf459.99 kBLokaður til...01.03.2140HeildartextiPDF