is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33896

Titill: 
 • Fjölbreytileiki lögreglunnar : helstu áskoranir og tækifæri
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Með auknum fólksflutningum og hreyfanleika milli þjóða eykst krafa um víðsýni og jákvæð viðhorf þeirra starfsstétta sem sinna þjónustu við borgarana. Lögreglustéttin er þar engin undantekning og fjölbreytileiki innan stéttarinnar er eitt af stærri og mikilvægari verkefnum samtímans sem mikilvægt er að stuðla að og efla.
  Til þess að lögregla geti sinnt starfi sínu sem best, ásamt því að auka og viðhalda því lögmæti sem hún hefur er mikilvægt að hún endurspegli samfélag hvers tíma, það gerir hún m.a. með því að auka fjölbreytileika innan sinna raða. Með auknum fjölbreytileika er átt við fólk sem hefur ólíkan félags- og menningarlegan bakgrunn. Rannsóknir benda til þess að eftir því sem bakgrunnur lögreglustéttarinnar er fjölbreyttari því meiri líkur eru á því að almenningur og lögreglumenn sjálfir upplifi traust og jákvæð viðhorf til starfa sinna. Einsleitur bakgrunnur lögreglumanna getur þannig leitt til einsleitari viðhorfa, og þar af leiðandi ósanngjarnri málsmeðferð minnihlutahópa.
  Markmið verkefnisins er að fjalla um mikilvægi fjölbreytileika innan lögreglunnar, hvernig hægt sé að að auka hann og hvaða ávinningur sé af fjölbreytileikanum fyrir þegna samfélagsins. Rannsóknir af þessu tagi hafa ekki verið framkvæmdar hér á landi, en þetta málefni hefur töluvert verið rannsakað erlendis, þá aðallega í Bretlandi og Bandaríkjunum. Niðurstöður erlendra rannsókna benda til að lögreglumenn af erlendum uppruna víða á Vesturlöndum upplifi fordóma og verði fyrir ákveðinni útskúfun vegna uppruna síns. Lögreglan telst vera lokuð stofnun þar sem ekki er mikið rými fyrir önnur viðmið og gildi heldur en það sem hefur tíðkast. Víða erlendis hafa verið gerðar stefnumótandi aðgerðir til að auka fjölbreytileika lögreglumanna, en hér á landi hefur verið ráðist í aðgerðir sem eiga að auka hlut kvenna í stéttinni en minni áhersla hefur verið lögð á að laða aðra hópa samfélagsins að starfinu. Tölfræði um fjölda lögreglunema af erlendum uppruna, fjölda útskrifaðra lögreglumanna af erlendum uppruna og þversnið samfélagsins bendir til þess að sérstakra aðgerða sé þörf til að draga úr ójafnvægi í lögregluliði hvað varðar einstaklinga með minnihlutabakgrunn.
  Lykilhugtök: Lögregla, fjölbreytileiki, minnihlutahópar, lögmæti

 • Útdráttur er á ensku

  Increased migration and mobility between nations increases the demand for a broad-minded and positive outlook of the professionals that serve citizens. The police are no exception, and increasing and promoting the diversity of the workforce is one of the larger and more important tasks today.
  In order to work efficiently and maintain legitimacy, it is crucial that the police are representative of the community they serve. This also means employing staff members with different social and cultural backgrounds. Research suggests that police diversity not only improves police-community relations, but also increases trust and job satisfaction within the workforce. Police departments lacking in diversity may be characterized by a more one-sided perspective, and thus be prone to misconduct toward minorities.
  The aim of this study is to discuss the importance of police diversity, how to increase it, and what the benefits for society are. No research of this kind has been conducted in Iceland before, but there is a considerable amount of research on the topic mainly in the United Kingdom and United States. The study finds that police officers with a foreign background in the Western world often experience prejudice and exclusion. The police are considered to be a closed institution with established worldviews and values, and little room for variation. In many countries, strategic measures have been taken to increase police diversity. In Iceland, an emphasis has been placed on increasing the number of female police officers, rather than how to attract applicants from different social and cultural backgrounds. Considering the statistics regarding police cadets and graduates of foreign origin and population composition, it is clear that special measures are needed to increase police diversity and include more individuals with a minority group background.
  Keywords: Police, diversity, minority group, legitimacy

Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33896


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skil Lokaritgerð í lögreglu-og löggæslufræðum.pdf286.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna