is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33897

Titill: 
 • Íþróttaiðkun ungmenna : hvers vegna skiptir stuðningur foreldra máli?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Foreldrar geta verið miklir áhrifavaldar í lífi barna sinna, geta með orðum sínum og gjörðum haft töluvert um það að segja hvort þau iðki íþróttir eða ekki. Mikilvægi hreyfingar fyrir börn og unglinga er ótvírætt þar sem sýnt hefur verið fram á margþætta heilsufarslega ávinninga sem henni fylgja. Íþróttir sem eru iðkaðar innan skipulagðra íþróttafélaga, sérstaklega hópíþróttir, eru taldar hafa í för með sér ávinning umfram aðra hreyfingu vegna þeirra góðu félagsmótandi reglna og gilda sem þar eru við líði. Þó svo að íþróttaiðkun ungmenna hafi aukist undanfarin ár og flest sveitarfélög niðurgreiði slíka ástundun er enn stór hópur sem ekki tekur þátt í íþróttastarfi eða hefur hætt iðkun sinni á unglinsárum. Í þessu lokaverkefni verður leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Íþróttir ungmenna: hvers vegna skiptir stuðningur foreldra máli? Til þess að svara þeirri spurningu verður kannað hvaða stuðningur er mikilvægastur frá foreldrum, hvaða áhrif hann hefur í tengslum við íþróttaiðkun ungmenna og hvaða ávinning slíkur stuðningur getur fært þeim. Notast var við eigindlega aðferðafræði og tekin hálf-opin viðtöl við þrjú ungmenni á aldrinum 14 -17 ára sem öll stunda boltaíþróttir með íþróttafélagi á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að stuðningur í formi aksturs á æfingar og hvatning skiptu mögulega sköpum varðandi það að þátttakendur höfðu ekki hætt iðkun sinni á einhverjum tímapunkti. Einnig kom í ljós að stuðningur í formi hróss hafði jákvæð áhrif á frammistöðu í leikjum. Með þessum stuðningi stuðluðu foreldrar þannig að því að ungmennin þeirra öðluðust aukið sjálfstraust, höfðu eignast breiðara tengslanet í formi vináttu og kunningsskapar, lifi heilbrigðara lífi og haldist frá öllu því sem fellur undir áhættuhegðun af hvaða tagi sem er.
  Lykilhugtök: Íþróttaiðkun, börn, unglingar, foreldrar, forvörn, áhættuhegðun, sjálfstraust.

 • Útdráttur er á ensku

  Parents can have a significant influence on the lives of their children. They can have a considerable say, either with words or actions, in wether their children take part in sports or not. The importance of exercise for children and adolescents is definite as it has demonstrated the multiple health benefits it offers. Sports practised within organised sports clubs, especially team sports, are considered to result in benefits beyond any other movement due to the proper social rules and values that exist there. Although youth sports activities have increased in recent years, and most of the local communities are subsidising this, there is still a large group that does not engage in sporting activities or stops taking part when it comes to adolescence. This thesis will seek to answer the research question: Youth Sports: Why Parental Support Is Important. To answer that question, what support is the most important from parents will be considered, the impact they have on youth sports activities and the benefits that such support can bring to them. A qualitative methodology was used, and half open interviews were conducted with three young people aged 14-17, who all engage in sports with a sports club in the capital area. The results of the search revealed that support in the form of driving to practices and motivation was crucial for participants not having stopped their sports practice at some point. Support in the way of praise was also found to have a positive impact on game performance. With support like that, parents can help to increase their children and adolescents self-confidence, influenced that they have a broader network of friendships and acquaintances, lived a healthier life, and remained away from risky behaviour.
  Keywords: Sports activities, children, adolescents, parents, prevention, risk-taking, self-confidence.

Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni- BA .pdf431.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna