is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33899

Titill: 
 • Útivinnandi mæður og starfsánægja samhliða heimilishaldi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Starfsánægja er mikilvægur þáttur á vinnustað til þess að haldast í starfi en það eru margir þættir sem að geta haft áhrif á ánægju í starfi. Togstreita getur myndast milli samspils vinnu og einkalífs en rannsóknir hafa sýnt að útivinnandi mæður eru stöðugt með hugann við börnin. Barnauppeldi og heimilishald hefur í gengum tíðina þótt vera einna helst verkefni móður á hverju heimili og hvernig mæðrum tekst í uppeldi endurspeglar hvernig þeim er tekið á vinnustað og í samfélaginu. Í nútímasamfélagi hefur verið unnið að því að koma á jafnrétti kvenna og karla á vinnumarkaði og einnig þar sem báðir aðilar koma að heimilishaldi og barnauppeldi.
  Markmið verkefnisins var að skoða hvort mæður í samfélaginu í dag upplifi starfsánægju í vinnu sinni samhliða heimilishaldi og barnauppeldi. Markmið rannsóknarinnar var að svara rannsóknarspurningunum; (1),,Hvernig upplifa mæður samspil milli vinnu og einkalífs og hvaða áhrif hefur það á ánægju í starfi?” (2) ,,Skiptir aldur barna eða starfshlutfall máli”. Gögnin sem unnið var með eru úr rannsókn sem við lögðum fyrir í febrúar 2019. Staðlaður spurningarlisti var settur inn á netið til hópa sem ætlaðir eru mæðrum og var hann opin þátttakendum í eina viku og alls voru 372 konur sem að svöruðu spurningalistanum í heild sinni en spurningalistinn innihélt meðal annars spurningar um starfsánægju á vinnustað og samspil vinnu og heimilis. Til að skoða almenna starfsánægju voru þættirnir starfsánægja, aldur barna og starfshlutfall skoðaðir. Niðurstöðurnar sýndu að mæður væru almennt ánægðar (74%) með hlutskipti sín í atvinnu en samt höfðu um 67% mæðra upplifað kulnun í starfi á seinustu 12 mánuðum. Starfshlutfall hafði áhrif á samspil heimilis og vinnu en mæður í 75-100% starfi voru meira ósammála og jafnvægi væri á milli vinnu og einkalífs og þær komust sjaldnar yfir það sem þyrfti að gera varðandi heimili eftir vinnu en þær sem voru í 75% eða minna starfshlutfalli en staðreyndin er sú að 83% mæðra voru í 75-100% starfshlutfalli. Einnig sýndu niðurstöður að þær sem voru ekki ánægðar í starfi (67%) voru mjög sjaldan eða aldrei ánægðar með hvernig gengi að sinna atvinnu og heimili. Niðurstöður sýna að álag er á mæðrum en segja ekki til um hvort það er tilkomið vegna heimilis eða vinnu.
  Lykilorð: Mæður, starfsánægja, kulnun í starfi.

 • Útdráttur er á ensku

  Job satisfaction is important factor in workplace to maintain oneself but there are many other factors that can affect happiness at work. Conflicts can occur between the demanding factors, job and private life and research show that working mothers are constantly thinking about their children while working. Raising children while maintaining a home has throughout time been considered the woman's responsibilities and how well they raise their children affects the way society looks at them and how they are accepted at their working environment. Today’s modern society has been working on equal rights for both men and women, where both individuals share the responsibility of the home, raising children and work. The focus point of this research was to examine if mothers in modern society experienced job satisfaction in their work while maintaining household and raising children. The main goal of this study was to answer our research questions (1) ,,How do mothers experience the combination of having a job and maintaining a private life and does is it affect job satisfaction?” (2) ,,Does children's age or job percentage matter when it come to job satisfaction?”. The data collected in this study was from our research published in February 2019. A standardized questionnaire was administered online into two mothers group and was open for contestants for one week. Answers where obtained from 372 mothers who completed the questionnaire. The survey covers questions about job satisfaction and the combination of home and work. To measure general job satisfaction the factors job satisfaction, age of children and job percentage where applied to 10 questions. The results showed the majority of mothers experienced job satisfaction (74%) while 67% of mothers had experienced job burnout in the last 12 months. Job percentage was a big factor while examining interplay between home and work and mothers working 75% to full time job disagreed with mothers working less than 75% job that there was balance between those factors and they were less able to overcome the choirs of the home and children after a day at work and the fact is 83% of mothers had 75-100% job percentage. The results also showed that those mothers who were not happy at work (67%) where rarely or never satisfied with combining work and maintaining a home. The conclusion is that mothers are under pressure but they don't tell us if that pressure is coming from the demands of the home or from working outside the home.
  Keywords: Mothers, job satisfaction, burnout.

Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33899


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Útivinnandi-mæður-og-starfsánægja-samhliða-heimilishaldi.-Rósa-og-Stefanía.Lokaskil.pdf445.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna