Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/339
Greinargerð þessi fylgir námspili í trúarbragðafræði sem við unnum út frá námsefni sem kennt er á miðstigi. Spilinu er ætlað að nýtast samhliða kennslu á námsefninu með það að markmiði að dýpka skilning nemenda og bjóða upp á nýja og spennandi nálgun á efninu.
Í greinargerðinni er fjallað um trúarbrögð, uppruna þeirra og áhrif á samfélagið. Fjallað er um trúarbragðakennslu í grunnskólum, og námsefni í trúarbragðafræði fyrir miðstig er kynnt og skoðað. Efnið er svo tengt umfjölluninni um námspil, sem fylgir í kjölfarið. Sá þáttur hefst á almennri umfjöllun um gildi námspila í skólastarfi, skoðaðar eru ýmsar uppeldiskenningar sem gott er að hafa í huga þegar ráðist er í gerð námspila, og loks er útskýrt hvernig þær kenningar eru nýttar í spilinu. Greinargerðinni fylgir svo umfjöllun um spilið sjálft, markmið þess og vinnuferlið, uppbyggingu og innihald auk leikreglna og spilagagna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Spilaborð.pdf | 265.16 kB | Opinn | Spilaborð | Skoða/Opna | |
Ég veit - Ég virði. Námspil í trúarbragðafræði..pdf | 595.36 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |