is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33903

Titill: 
  • Réttindi flóttamanna og Dyflinnarreglugerðin : hver eru réttindi flóttamanna á Íslandi með tilliti til Dyflinnarreglugerðarinnar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Dyflinnarreglugerðin byggir á því að öll aðildarríki séu aðilar að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og því meðal annars bundin af reglunni um bann við endursendingu. Ísland er aðili að Dyflinnarsamstarfinu, samstarfið fjallar um ábyrgð á meðferð hælisbeiðna og er þátttaka Íslands í þessu samstarfi liður í Schengen-samstarfinu. Schengen vísar til landamærasamstarfs ákveðinna Evrópuríkja á svæði þeirra í Evrópu. Uppruna Schengen samstarfsins má rekja til niðurfellingu eftirlits á innri landamærum þátttökuríkjanna, samstarf um landamæraeftirlit með umferð um ytri landamæri svæðisins og lögreglusamstarf innan þess svæðis. Reglugerð þingsins og ráðsins nr. 604/2013 eða Dyflinnarreglugerðin var innleidd í íslenskan rétt með auglýsingu nr. 1/2014 frá 27. maí 2014 og bitist hún í C-deild Stjórnartíðina þann sama dag. Lagaákvæði sem gilda um beitingu reglugerðarinnar má finna í lögum um útlendinga nr. 80/2016 sem tóku gildi 1. janúar 2017. Fyrst um sinn er einstaklingur sem sækir um hæli utan eigin ríkis skilgreindur sem hælisleitandi af stjórnvöldum viðkomandi ríkis. Þegar einstaklingur sækir svo um hæli er hann að biðja um viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttamaður. Nákvæm skýring á því ferli sem einstaklingur fer í gegnum má orða sem svo að einstaklingur verður ekki flóttamaður við það að fá stöðu sína sem slíkur viðurkennda, heldur fær hann þá viðurkenningu vegna þess að hann er flóttamaður.
    Lykilhugtök: Dyflinnarreglugerðin, flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna, alþjóðleg vernd, flóttamenn.

  • Útdráttur er á ensku

    The Dublin regulation requires that all member states are also members of the 1951 Refugee Convention and therefor bond by the rule on non-refoulement. Iceland is a member of the Dublin co-operation. The cooperation covers the responsibility regarding the asylum-seeking
    process and Iceland´s participation in this cooperation is a part of the Schengen-area. The Dublin regulation was implemented into Icelandic law with advertisement nr. 1/2014 from May 27th 2014 and was published in Stjórnartíðindi, C-division on that same day. The law on the implementation of the Dublin Regulation are implemented in the laws on foreigners nr. 80/2016 which entered into force on January 1st of 2017. A person that seeks asylum outside their own state is defined as a asylum seeker by the government of that state, the person is seeking for recognition as a refugee. An accurate explanation of the process that a person goes through can be described as a person will not become a refugee by having their positions as such recognized but he gets recognized, because he is a refugee.
    Key concepts: Dublin Regulation, 1951 Refugee Convention, international protection, refugees.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 30.09.2019.
Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33903


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Réttindi flóttamanna og Dyflinnarreglugerðin - Úrsúla María Guðjónsdóttir.pdf364,82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna