is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33904

Titill: 
  • Ofbeldi á ekki að vera einkamál fólks : verklag lögreglu í málum sem varða ofbeldi í nánum samböndum og áhættumatið B-SAFER
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A. gráðu í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Leitast er eftir að svara tveimur rannsóknarspurningum sem hljóða svo: ,,Hverjar eru verklagsreglur lögreglunnar í málum sem varða ofbeldi í nánum samböndum?” og ,,Er áhættumatið B-SAFER að nýtast lögreglu við störf þeirra í málum sem varða ofbeldi í nánum samböndum?”. Samfélagsleg umræða um ofbeldi í nánum samböndum hefur aukist töluvert síðustu ár og virðist það viðurkenndara vandamál en áður. Markmið okkar með þessari ritgerð er að skoða hvað felst í ofbeldi náinna aðila og hvernig lögregla vinnur þau mál. Fjallað er um hvernig verklag lögreglu í málum sem varða ofbeldi í nánum samböndum hefur breyst síðustu ár með tilkomu nýrrar lagasetningar. Farið er yfir ýmis samstarfsverkefni sem hafa verið þróuð í von um að gera mál auðveldari í vinnslu og hvernig þau hafa hjálpað til við að móta nýtt verklag. Nokkuð ýtarlega er fjallað um áhættumatið B-SAFER sem innleitt var af ríkislögreglustjóra og voru lögregluembætti landsins spurð út í notkun sína á áhættumatinu. Að lokum verður farið yfir nokkur af þeim úrræðum sem í boði eru fyrir þolendur og gerendur ofbeldis í nánum samböndum.
    Lykilhugtök: Lögreglan, ofbeldi í nánum samböndum, áhættumat, B-SAFER

  • Útdráttur er á ensku

    This paper is the final project towards a B.A degree at the faculty of education at the University of Akureyri. The aim is to answer the research questions: “What are the procedures for the police in domestic violence cases?” and “Is the brief Spousal Assault Form for the Evaluation of Risk (B-SAFER) being used by the police in domestic violence cases?” Social debate on domestic violence has increased considerably in recent years and it seems to be more recognized as a problem than before. Our goal with this paper is to examine what domestic violence is and how the Icelandic police works on these cases. We discuss about police procedures in these cases and how they have changed with new legislation. We also take a look at some collaborative projects that have been developed in the hope of making the work on domestic violence easier and how they have helped the Icelandic police to shape a new protocol. The risk assessment B-SAFER which was introduced by the National Commissioner of the Police is discussed in detail and every main police office around Iceland were questioned about their use of the risk assessment. Finally, some of the remedies available to victims and perpetrators of violence in intimate relationships were reviewed.
    Keywords: Police, domestic violence, evaluation of risk, B-SAFER

Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33904


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Lögreglufræði Eyrún og Sara.pdf743,6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna