is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33907

Titill: 
 • Skáldskaparhöllin : hugvekja um einspil mannsins
 • Uggur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hvaðan sem komið er að Skáldskaparhöllinni, er hún miðjusett. Hún er afgirt með síki sem að hindrar íbúa hennar frá því að fara út fyrir landamæri hennar ásamt því að sporna gegn því að óboðnir gestir komist inn fyrir þau. Á sitthvorri hlið hallarinnar, rísa tveir turnar. Efst í turnunum standa sjónaukar. Þetta eru þó engir venjulegir sjónaukar heldur gera þeir hverjum þeim sem horfir í gegnum þá, kleift að sjá fortíð, nútíð og framtíð. Líkt og hestsaugu, spanna sjónarsvið sjónaukanna nánast heilhring en í blindum blett þeirra stendur sjálf höllin. Þetta gerir það að verkum að íbúarnir sjá aðsetur sitt ekki í samhengi við það sem liggur handan síkisins.
  Í þessari ritgerð lít ég til baka til uppruna tungumálsins til þess að skoða formgerð þess raunveruleika sem fylgir þeim jarðsögulegu tímum sem við lifum á í dag; mannlífsöldinni. Eiginleikar tungumálsins opnuðu dyr fyrir sögur og skáldskap. Samofin kerfi sagna og skáldskapar stuðlaði að uppbyggingu menningar. Maðurinn hefur síðan nýtt sér menningu óspart til þess að aðskilja sig frá náttúru. Sá aðskilnaður hefur nú komið í bakið á okkur og með hækkandi sjávarmáli upplifum við innilokunarkennd í eigin raunveruleika. Líkt og íþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson velti fyrir sér leikburðum Alexanders Petersson á EM-mótaröðinni í handknattleik árið 2010, velti ég fyrir mér: hvaðan komum við, hvert erum við að fara og hvað erum við?
  Með hjálp Donnu Haraway, Yuvals Noah Harari, Roy Scranton, Sophie Calle, Patriciu Piccinini og Pierre Huyghe hyggst ég leita svara við þessum spurningum. Í leit minni, staðnæmist ég og bý til sögur sem fjalla um það sem ég sé. Þessar sögur verða til fyrir tilstilli myndlistar minnar en hún er suðupottur staðreynda og ímyndunar, þess sem er og þess sem gæti verið. Krabbakonan og Mannglyttan eru aðalpersónur þessara sagna og tala þær hvor um sig, um mismunandi birtingarmyndir einspils mannsins á heimsvellinum. Hvor með sínum hætti, benda þær okkur á hættur sem stafa af því að líta framhjá mikilvægi samhjálpartilvistar manns og náttúru, sér í lagi á tímum óvissu og ótta við afleiðingar mannlífsaldar.

 • Útdráttur er á ensku

  From wherever you arrive to The Palace of Fiction, it’s centered. It’s fenced off with a canal that prevents its residents from going beyond its borders, as well as preventing uninvited guests from entering them. On each side of the palace, there are two towers. At the top of each tower, there is a telescope. These are no ordinary telescopes, for, whoever looks through them, is able to see into the past, the present and the future. Like horses’ eyes, their range of vision spans just about a full circle but in their blind spot, the palace stands. This makes it impossible for the residents to see their domicile in context with anything that lies beyond the canal.
  In this essay, I look back to the origin of language to examine the structure of the reality that follows the geological epoch of today; the Anthropocene. The abilities of language opened doors for myths and fiction. Interwoven systems of myths and fiction gave birth to culture. Humans have then, rigorously, used culture to separate themselves from nature. This separation has now stalemated us, and with rising sea levels, we experience claustrophobia in our own reality. Like when the sports journalist, Adolf Ingi Erlingsson, cogitated Alexander Peterssons’ play at the 2010 EM-tournament in handball, I ask myself: where do we come from, where are we going and what are we?
  With the help of Donna Haraway, Yuval Noah Harari, Roy Scranton, Sophie Calle, Patricia Piccinini and Pierre Huyghe, I intend to look for answers to these questions. In my quest, I come to a stop and make stories about what I see. These stories come about, due to my artistic practice, for it’s the melting pot of facts and fantasy, what is and what could be. The Crab-woman and the Jellyfish-woman are the protagonists of these stories and each of them talks about different manifestations of humanity’s solo on worlds’ field. In their own way, they point to dangers that result from looking past the importance of a symbiotic existence between humanity and its surrounding, especially in times of uncertainty and fear of the consequences resulting from the Anthropocene.

Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð + greinargerð.pdf1.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna