is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33908

Titill: 
  • Algengi lélegra svefngæða og helstu svefntruflana hjá fólki með MS á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur
    Bakgrunnur: Samkvæmt erlendum rannsóknum eru svefntruflanir hjá fólki með MS algengar, stórlega vangreindar og hafa áhrif á heilsu.
    Tilgangur: Að afla upplýsinga um algengi lélegra svefngæða og helstu svefntruflana hjá MS-greindum á Íslandi.
    Aðferð: Lýsandi þversniðsrannsókn. Þýðið var MS-greindir á Íslandi og úrtakið MS-greindir sem voru á netpóstlista MS-félagsins og/eða höfðu aðgang að Facebook-síðu MS-félagsins. Rafrænn spurningalisti með matskvörðum og bakgrunnsbreytum, auk spurninga um greindar svefntruflanir, var útbúinn og starfsfólk MS-félagsins sendi vefslóðina á úrtakið. Matskvarðar: Pittsburgh-Sleep-Quality-Index (PSQI) metur svefngæði. Svefnleysiskvarðinn (Insomnia-Severity-Index) skimar fyrir svefnleysi. STOP-Bang spurningalistinn skimar fyrir kæfisvefni. Greiningarskilmerki fótaóeirðar til að meta fótaóeirð. Gagnagreining var lýsandi og greinandi og SPSS útg.25 notuð.
    Niðurstöður: Tæp 40% MS-greindra á Íslandi tóku þátt. Þátttakendur voru 234, meðalaldur 47 ára (spönn 20-92) og 77% konur. Algengi lélegra svefngæða (>5 stig á PSQI) var 68%. Fjórar algengustu svefntruflanirnar voru; salernisferðir (39%), verkir (37%), svefnleysi (30%) og kæfisvefn (25%). Í ljós kom að 77% þátttakenda höfðu minnst eina svefntruflun og að meðaltali höfðu þátttakendur tæpar tvær hver. Svefnleysi hafði sterk tengsl við léleg svefngæði.
    Ályktun: Bregðast þarf við hárri tíðni lélegra svefngæða og svefntruflana hjá MS-greindum. PSQI getur gagnast við mat á svefngæðum og gefið vísbendingar um hvað þarfnast nánari skoðunar. Til að bæta svefngæði MS-greindra almennt, ætti sérstaklega að horfa til greiningar og meðferðar á svefnleysi.
    Lykilorð: Lýsandi þversniðsrannsókn, spurningakönnun, þýðisrannsókn, MS, svefngæði, svefntruflanir, svefnkvillar, kæfisvefn, fótaóeirð, svefnleysi.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Sleep disturbances are common, underdiagnosed and have
    negative consequences for people with multiple sclerosis.
    Objective: Gather information about the prevalence of poor sleep quality and sleep disturbances in Icelanders with multiple sclerosis.
    Method: A cross-sectional self-report survey. Population: Icelanders with multiple sclerosis. Sample: People with multiple sclerosis, who were on the online mailing list or had access to Facebook groups of the Multiple Sclerosis Society in Iceland. An electronic link with questionnaires and additional questions was sent to participants. Questionnaires: Pittsburgh-Sleep-QualityIndex (PSQI) evaluates sleep quality. Insomnia-Severity-Index screens for insomnia. STOP-Bang questionnaire screens for obstructive sleep apnea. Diagnostic criteria to evaluate restless legs syndrome. Data was analyzed with SPSS version 25.
    Results: Almost 40% of Icelanders with multiple sclerosis participated,
    participants were 234, mean age 47 years (range 20-92) and 77% were female. The prevalence of poor sleep quality measured with PSQI, was 68%. The most common sleep disturbances were; bathroom breaks (39%), pain (37%), insomnia (30%) and sleep apnea (25%). Of the participants 77% had at least one sleep disturbance and on average they had close to two. Insomnia was strongly related with poor sleep quality.
    Conclusion: High prevalence of poor sleep quality and sleep disturbances in people with multiple sclerosis needs to be addressed. PSQI can be used to screen for poor sleep quality and whether further sleep evaluation is needed. Screening, diagnosis and treatment of insomnia should be implemented.
    Key words: Cross-sectional, self-report survey, population based, multiple sclerosis, sleep quality, sleep disturbances, sleep disorders, sleep apnea, restless legs syndrome, insomnia.

Styrktaraðili: 
  • MS-félagið
Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 19.04.2030.
Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33908


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit, svefngæði MS-greindra..pdf378,42 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá, svefngæði MS-greindra.pdf361,92 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl, svefngæði MS-greindra.pdf1,24 MBLokaður til...19.04.2030FylgiskjölPDF
Meistararitgerð, Svefngæði MS-greindra, 14. apríl 2019.pdf1,71 MBLokaður til...19.04.2030HeildartextiPDF