is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33910

Titill: 
  • Mikilvægi örvera? : Samvinna örvera og hönnuða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að sína fram á hvernig vélræn tvíhyggjuhugsun vísindanna, sem má mögulega rekja til hugmynda heimspekingsins Decartes, hefur haft áhrif á það hvernig við mótum umhverfi okkar. Þessar hugmyndir Decartes sem staðsettu manninn fyrir utan náttúruna, sem drottnara hennar, færann um að móta hana eftir sínum vilja, eru ef til vill ein meginástæða þess umhverfisvanda sem við sem mannkyn erum í síauknum mæli að átta okkur á að við stöndum nú frammi fyrir. Í þessum nýja raunveruleika sem mannkynið stendur nú frammi fyrir hafa hönnuðir neyðst til að endurskilgreina hlutverk sitt í samfélaginu þar sem erfitt getur reynst að réttlæta að koma nýjum hlutum í heiminn, eingöngu vegna fagurfræðilegra eiginleika þeirra. Hönnuðir 21. aldarinnar hafa þannig margir hverjir áttað sig á þessari hugsunarvillu og tekið vinnuferla sína til endurskoðunar með því að leitast við að líta til náttúrulegra ferla og finna í þeim möguleika til sköpunar. Hið iðnvædda landbúnaðarkerfi samtímans er eitt stærsta inngrip okkar tegundar í umhverfi sitt og hvernig við öflum fæðu er einn mikilvægasti þátturinn fyrir áframhaldandi tilvist okkar. Hönnuðir ættu því ekki að láta sitt eftir liggja í að koma inn sem skapandi afl í endurmótun þessara ferla.
    Þar sem örverur gegna og hafa gegnt gríðarstóru hlutverki fyrir okkur sem tegund, bæði lífræðilega og menningarlega sem og mikilvægi þeirra fyrir lífsferla plánetunnar. Er þeirri spurningu varpað fram hvort hönnuðir ættu ekki í auknum mæli að líta til þessara ferla í sköpun sinni sem mögulegrar lausnar við því vandamáli sem nútímalandbúnaðarkerfi er.

Samþykkt: 
  • 19.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33910


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð til B.A. Prófs Kjartan Óli .pdf605.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna