is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33913

Titill: 
 • "Þetta lifir með manni, alltaf" : upplifun ljósmæðra af því að hætta störfum við fæðingar í kjölfar alvarlegra atvika í starfi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Alvarleg atvik í starfi geta haft neikvæð áhrif á líðan ljósmæðra og rannsóknir hafa sýnt að ljósmæður sem upplifa slíkt eru líklegri til að hverfa frá störfum heldur en þær sem hafa ekki lent í slíkum atvikum. Fullnægjandi stuðningur við ljósmæður í kjölfar alvarlegra atvika getur bætt líðan og útkomu þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um upplifun ljósmæðra af því að hætta störfum við fæðingar í kjölfar þess að þær upplifa alvarlegt atvik í starfi. Rannsóknarsniðið var eigindlegt og stuðst var við aðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki og snjóboltaúrtaki. Tekin voru viðtöl við sjö ljósmæður, eitt til tvö viðtöl við hverja þeirra með opnum viðtalsramma. Viðtölin urðu alls tólf. Greind voru þemu út frá frásögnum ljósmæðranna og varð yfirþema rannsóknarinnar nefnt; þetta lifir með manni, alltaf. Meginþemu voru sjö það er: stuðningur eða stuðningsleysi; ekki nógu sterk til að standa með sjálfri mér; að missa hluta af sjálfum sér eða verða maður sjálfur á ný; tækifæri til að læra; fyrri reynsla spilar inn í upplifunina; endalaust álag fer illa með mann og áfallið og áhrifin. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að þátttakendur upplifðu sig eina í áfallinu, stuðningurinn var takmarkaður og álag á vinnustað yfirþyrmandi. Áfallið hafði áhrif á bæði andlega og líkamlega líðan. Þær upplifðu höfnun og skilningsleysi en gátu sumar notað reynsluna til þroska á meðan öðrum fannst þær missa hluta af sjálfri sér. Að yfirgefa starf sitt í kjölfar alvarlegs atviks í starfi hefur gríðarleg áhrif á líf og líðan ljósmæðra. Skapa þarf styðjandi og hvetjandi umhverfi fyrir ljósmæður sem upplifa áföll í starfi og gefa rými til úrvinnslu og bata. Huga þarf að starfsumhverfi ljósmæðra en mikið álag, ófullnægjandi mönnun og óraunhæfar kröfur til starfsfólks eykur líkur á starfstengdum kvillum, veldur óöryggi í starfi og eykur líkur á að ljósmæður yfirgefi starf sitt.
  Lykilorð: Ljósmæður, alvarleg atvik, stuðningur, álag, streita, áföll, fyrirbærafræði, Vancouver-skólinn

 • Útdráttur er á ensku

  Midwives who work at delivery wards and experience serious incidents
  during childbirth are more likely to leave their profession than those who have not experienced such incidents. Furthermore, support after experiencing a serious incident during work can improve their wellbeing and speed up their recovery. The purpose of this study was to investigate how midwives experience leaving their profession following a serious incident during birth. The research design was qualitative, using the Vancouver-School of Doing Phenomenology-method. Seven midwives, chosen by purposeful sample and snowball sample, were interviewed once or twice each by use of a non-structured interview in a total of twelve interviews. The main theme identified was named; It follows you forever. There were seven themes:
  Support or the lack thereof; too weak to stand up for myself; to lose a part of oneself or become yourself again; a learning opportunity; previous experiences have an effect; never ending pressure has an effect and the shock and the impact. The main results are that participants felt alone during the traumatic event, support was limited and workplace stress was overwhelming. The traumatic event had an effect on both their mental and physical health. They experienced rejection and a lack of understanding but some of them were able to use the events for personal development while others felt like they lost a part of themselves. Leaving their profession following a serious incident has a tremendous impact on the lives and wellbeing of midwives. A supportive and encouraging environment for those midwives is important and they need space to process and to heal after such an incidence. The working environment of midwives needs tending to. Such great pressure, lack of manpower and unrealistic expectations increase the likelihood of work related illnesses, cause work-related insecurities and increase the likelihood of midwives leaving their profession.
  Key words: Midwives, serious incidents, support, work load, stress, traumatic events, phenomenology, Vancouver-School

Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33913


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararitgerd_Jóhanna.pdf867.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna