is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33915

Titill: 
 • Hin hljóðu tár : reynsla kvenna af fósturmissi og þörf þeirra fyrir stuðning
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Fyrirhugaðri rannsókn er ætlað að rannsaka sálfélagsleg áhrif fósturláta á konur og þannig varpa ljósi á þann stuðning sem þær þurfa. Fósturlát eru algeng og geta haft mikil áhrif á líðan kvenna. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að margar konur kalla eftir auknum stuðningi frá heilbrigðisstarfsmönnum. Mörgum finnst sorg þeirra ekki metin til jafns við sorg vegna annars konar missis, því geti þær ekki leitað eftir stuðningi í sínu nánasta umhverfi og eiga það til að einangrast vegna reynslu sinnar. Þetta viðfangsefni hefur lítið verið rannsakað hér á landi og er það von höfunda að með fyrirhugaðri rannsókn verði hægt að meta stuðningsþörf íslenskra kvenna sem ganga í gegnum fósturmissi. Með auknum skilningi og þekkingu er hægt að hlúa betur að þessum konum, með það að markmiði að stuðla að betri líðan og draga úr neikvæðum áhrifum reynslunnar á líf þeirra.
  Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með er: Hver er reynsla kvenna af fósturmissi og þörf þeirra fyrir stuðning frá samfélaginu og heilbrigðisstarfsfólki? Í fyrirhugaðri rannsókn verður notast við eigindlega rannsóknaraðferð og stuðst við fyrirbærafræði Vancouver-skólans. Tekin verða tvö hálfstöðluð djúpviðtöl við 12-14 konur sem uppfylla skilyrði úrtaksins. Höfundar völdu þetta rannsóknarsnið þar sem þeim þótti það henta vel til að nálgast fyrirbærið með opnum hug og þannig fá innsýn inn í reynsluheim kvenna sem misst hafa fóstur.
  Lykilhugtök: fósturlát, reynsla, stuðningur, samfélag, hjúkrun.

 • Útdráttur er á ensku

  This research proposal is a final thesis towards a B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. The main objective is to study the psychosocial effects of miscarriages on women and to elucidate the support they need. Miscarriage is common and can have a profound effect on women’s well-being. Foreign researches have shown that many women feel the need for more support from health-care personnel. Many women feel that their grief is not validated equally to grief caused by other kinds of loss. They lack support and tend to get isolated on account of their experience. Little research has been published in Iceland regarding this subject and the authors hope that this proposed research will add to the knowledge and understanding about the support needs of Icelandic women who go through miscarriage, thus promoting better care for them, enhancing their well-being and diminishing the negative effects of the experience. The following is the research question set forth: How do women experience miscarriage and what kind of support do they need from the society and health-care personnel? The proposed research is a qualitative study based on the Vancouver-school of doing phenomenology. Information will be gathered in two semi-structured, in-depth interviews with 12-14 women who meet the requirements set for the sample of the research. The authors think this research method can provide good insight into the experiences of women who suffer a miscarriage.
  Key concepts: miscarriage, experience, support, society, nursing.

Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hin_hljodu_tar_B_S.pdf6.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna