is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33916

Titill: 
 • Upplifun foreldra af nýburagjörgæslum : heimildasamantekt um líðan, þarfir og hlutverk foreldra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Heimildasamantekt þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Þegar börn fæðast áður en fullri meðgöngu er lokið og/eða fæðast veik þurfa þau að leggjast inn á nýburagjörgæslu um óákveðinn tíma. Foreldrar sem höfðu ímyndað sér eðlilega fæðingu og sængurlegu þurfa oft á augabragði að takast á við breyttar aðstæður og dvelja löngum stundum með barni sínu á nýburagjörgæsludeild. Það ferli getur verið afar streituvaldandi og valdið foreldrum bæði andlegri og líkamlegri vanlíðan. Markmið heimildasamantektarinnar er að varpa ljósi á það ferli sem fer í gang þegar barn leggst inn á nýburagjörgæslu og kanna hvaða áhrif það hefur á líðan, þarfir og hlutverk foreldra þess. Til að dýpka skilning lesenda á aðstæðum verður einnig fjallað um starfsemi og helstu meðferðir sem veittar eru á nýburagjörgæslum, auk þess að fjalla um áhrif brjóstagjafar og kengúrumeðferðar á nýbura og foreldra. Þær heimildir sem stuðst var við sýndu að foreldrar upplifðu margar erfiðar tilfinningar í ferlinu á borð við streitu, kvíða, ótta, vanmáttarkennd, reiði og jafnvel sektarkennd. Í mörgum tilfellum stafaði vanlíðan foreldranna af því að þeim voru ekki veitt næg tækifæri til að taka þátt í meðferð barnsins og/eða af ófullnægjandi upplýsingagjöf um ástand þess. Aukin þátttaka foreldra í meðferð barna sinna, gæti bætt líðan þeirra og horfur barnanna. Með því að gera þeim kleift að dvelja saman í fjölskylduherbergi inni á nýburagjörgæslunni allan sólarhringinn eiga foreldrar möguleika á að taka meiri þátt í meðferð barna sinna, undir handleiðslu hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar nýburagjörgæslna gegna veigamiklu hlutverki þegar kemur að meðferð barnanna en eru ekki síður í mikilvægu hlutverki gagnvart foreldrum þeirra, þar sem hjúkrunarfræðingar geta oft á tíðum verið foreldrunum nauðsynlegur stuðningur í gegnum erfiða tíma.
  Lykilhugtök: Fyrirburi, nýburagjörgæsla, kengúrumeðferð, fjölskyldumiðuð hjúkrun, tengslamyndun

 • Útdráttur er á ensku

  This literature review is a final thesis for a B.Sc. degree in nursing from the University of Akureyri. When infants are born before a pregnancy has reached full term and/or when they are born ill their admittance to a neonatal intensive care unit (NICU) is needed. Parents who had imagined a normal birth and postpartum period often have to swiftly face new circumstances and spend long hours with their newborn in a NICU. That process can be very stressful and cause parents to feel both mental and physical dysphoria. The aim of this thesis is to shed a light on the process initiated by an infant being admitted to a NICU and to explore the impact it has on perceptions, needs and roles of parents. To further broaden the understanding of readers on the subject the operations and main treatments given in NICUs will be addressed, as well as discussing the benefits of breastfeeding and kangaroo care for infants and their parents. The literature used did show that parents experience many strenuous feelings through the process such as stress, anxiety, fear, helplessness, anger and even guilt. In many cases the parents’ dysphoria was caused by them not being given enough opportunities to participate in their child’s treatment and/or by the insufficient amount of information they received about their child’s condition. Increased participation of parents in their children‘s treatment could increase their well-being and their children‘s prognosis. By enabling them to stay together day and night in a family room in the NICU parents will have better opportunities to participate in their child’s treatment under the guidance of nurses. Nurses in NICUs play a significant role in the children’s treatment but also play an important role for parents, as nurses can often be an essential support for the parents through difficult times.
  Key concepts: Premature infant, neonatal intensive care unit, kangaroo care, family-centered care, attachment

Samþykkt: 
 • 19.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSverkefni-bryndisogjulia.LOKA.pdf890.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna