en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/33917

Title: 
 • Title is in Icelandic Misnotkun á lyfseðilsskyldum örvandi lyfjum meðal háskólanema á Íslandi
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Ritgerðin er uppbyggð sem rannsóknaráætlun. Tilgangur hennar er að kanna algengi misnotkunar lyfseðilsskyldra örvandi lyfja meðal háskólanema á Íslandi. Hvaða áhrif þeir telja lyfin hafa á vitræna frammistöðu ásamt því að komast að ástæðum þess að slík misnotkun á sér stað tengt námi.
  Misnotkun í þessu samhengi er notkun lyfja sem eru ætluð öðrum eða notkun eigin lyfja á annan hátt en læknir ráðleggur. Lyfseðilsskyld örvandi lyf hafa samkvæmt rannsóknum verið vinsæl meðal háskólanema til að bæta námsárangur. Slík lyf eru gjarnan valin til meðferðar við ADHD sem er alþjóðleg skammstöfun fyrir Attention Deficit/Hyperactivity Disorder og hefur verið skilgreind sem viðvarandi taugaþroskaröskun. Lyfseðilsskyld örvandi lyf sem innihalda virka efnið metýlfenídat er fyrsti kostur varðandi lyfjameðferð við ADHD hér á landi og getur meðferðin dregið úr einkennum. Lyfin eru talin auka einbeitingu, athygli, námsgetu og auðvelda samskipti við aðra.
  Ákveðið var að styðjast við blandaða rannsóknaraðferð sem felur í sér að gagna er aflað og þau greind með megindlegum og eigindlegum hætti. Í þessari rannsókn var notast við rannsóknarsnið sem nefnist skýrandi raðsnið. Þá er megindlegra gagna aflað fyrst og þeim fylgt eftir með eigindlegum gögnum. Þátttakendur rannsóknarinnar verða háskólanemar úr fjórum stærstu háskólum landsins. Megindleg gögn verða skoðuð og þeim háskólanemum sem hafa misnotað lyfseðilsskyld örvandi lyf og samþykkja þátttöku í seinni hluta rannsóknarinnar verður fylgt eftir í eigindlegum viðtölum.
  Samkvæmt heimildasamantekt höfunda hefur misnotkun lyfseðilsskyldra örvandi lyfja meðal háskólanema á Íslandi ekki verið rannsökuð nægjanlega. Hægt væri að nota niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að varpa ljósi á þetta mögulega vandamál í íslensku háskólasamfélagi í dag. Niðurstöðurnar væri hægt að nýta til að auka forvarnir og íhlutanir til þess að draga úr misnotkun slíkra lyfja meðal háskólanema.
  Meginhugtök: Misnotkun lyfseðilsskyldra örvandi lyfja, háskólanemar, vitræn frammistaða, metýlfenídat.

 • This thesis is submitted to a B.Sc. degree in Nursing at the University of Akureyri. The main purpose of this thesis is to create a research proposal to explore the prevalence, effects on cognitive performance and reasons for misuse of prescription stimulants by university students in Iceland related to studying.
  The definition of misuse in this context is taking medication that is not prescribed to you or taking your own prescription stimulants in other ways then prescribed by a doctor. Across the world, the abuse of prescription stimulants is well known and particularly popular among university students to improve learning outcomes. Prescription stimulant therapy is one of the most commonly used treatments for Attention Deficit Disorder/Hyperactivity Disorder, also known as ADHD. The disorder has been defined as a persistent neurodevelopmental psychiatric disorder. Prescription stimulants which contain the active ingredient methylphenidate is the first medication therapy option for ADHD in Iceland. Such medication therapy can reduce symptoms in people with ADHD and are considered to increase concentration, attention, ability to study and communicate.
  This research proposal is to use mixed methods research. Data will be acquired and analysed with both qualitative and quantitative methods. In this proposed study explanatory sequential design will be used, which includes that quantitative data is acquired first followed by qualitative data. Participants in this study will be university students in Iceland. Quantitative data will be reviewed and those university students who have abused prescription stimulants, and agree to participate in the study, will be followed up in qualitative interviews.
  The authors of this study believe that too few major studies have been conducted in Iceland on the misuse of prescription stimulants in university students. They believe that the results could be used to highlight this possible problem in the Icelandic university community today. Those results could be used to increase preventions and interventions to reduce the misuse of such drugs among university students.
  Main concepts: Misuse of prescription stimulants, university students, cognitive ability, methylphenidate.

Accepted: 
 • Jun 19, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33917


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Misnotkun á lyfseðilsskyldum örvandi lyfjum meðal háskólanema á Íslandi .pdf548.86 kBOpenComplete TextPDFView/Open