is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33918

Titill: 
 • Réttur til að ráða eigin lífslokum : viðhorf til lögleiðingar líknardráps og dánaraðstoðar á Íslandi : rannsóknaráætlun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Undanfarin misseri hefur umræða átt sér stað hérlendis þar sem tekist er á um hvort leyfa eigi einstaklingum með ólæknandi sjúkdóma eða deyjandi einstaklingum að nýta sér líknardráp eða dánaraðstoð.
  Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna viðhorf til líknardráps og dánaraðstoðar á meðal heilbrigðsstarfsfólks og skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins með lífsógnandi sjúkdóma og aðstandanda þeirra. Einnig er tilgangurinn að kanna hvaða lagalegu og siðfræðilegu þættir geti haft áhrif á ákvörðun um lögleiðingu þess. Notast verður við blandaða rannsóknaraðferð og verður gagna aflað með stöðluðum spurningalista, hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum og samræðum í rýnihópum.
  Líknardráp hefur verið iðkað í margar aldir en með tilkomu kristni var farið að líta það hornauga. Í flestum löndum sem lögleitt hafa líknardráp og/eða dánaraðstoð er það í höndum lækna að ávísa, afhenda eða gefa lyfið sem á að nota. Þeir þurfa einnig að taka afstöðu til þess hvort viðkomandi falli undir þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að mega þiggja meðferðina. Hjúkrunarfræðingar eru oft þeir sem skjólstæðingar með lífsógnandi sjúkdóm leita til þegar kemur að því að ræða óskir sínar um lífslok. Nokkur lönd hafa lögleitt líknardráp og/eða dánaraðstoð, en misjafnt er hvaða skilyrði skjólstæðingurinn þarf að uppfylla. Hjúkrunarfræðingar eru yfirleitt hlynntari bæði líknardrápi og dánaraðstoð en læknar en helstu rökin með þeim er sjálfræði einstaklingsins og réttur hans til að vera laus undan óbærilegum kvölum af völdum sjúkdóms. Helstu mótrökin snúast hins vegar um að líknardráp og dánaraðstoð samræmist ekki hlutverki og ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks.
  Lykilhugtök: Líknardráp, dánaraðstoð, viðhorf, lífsógnandi sjúkdómar, sjálfræði.

 • Útdráttur er á ensku

  This research proposal is a thesis for a B.Sc. degree in nursing at the University of Akureyri in Iceland. In recent years in Iceland there has been an ongoing discussion about whether to allow euthansia and/or assisted death for patients with terminal diseases or dying patients.
  The main objective of the proposed study is to investigate attitude to euthansia and assisted death amongst health-care professionals and patients with life threatening diseases and their closest relatives. Further, the aim is to investigate legal and moral factors that may have an impact on decision making in legalizing euthanasia and assisted death. Mixed method research will be used, data will be collected with questionnaires, individual semi-structured interviews and conversations in focus groups.
  Euthanasia has been practised for centuries but has been frowned upon since the onset of Christianity. In most countries, where euthanasia and/or assisted death has been legalized, it is the responsibility of medical doctors to prescribe or by other means provide the required drug. They must also decide whether the required conditions for treatment have been met. Nurses are often the health care professionals that patients, with a life-threatening disease, turn to when the time comes to discuss end-of-life wishes. Several countries have legalized euthanasia and/or assisted death in some form or other, but both the methods used to end life and the required conditions to receive euthanasia or assisted death differ. Nurses are usually more in favour of euthanasia and assisted death than medical doctors. The main argument for euthanasia and assisted death is the basic right of the patient to decide whether to suffer unbearable pain due to a terminal disease. The main argument against euthanasia and assisted death is that it is not consistent with the main role and responsibililty of health-care professionals and goes agains their moral responsabilities as professionals.
  Key concepts: Euthanasia, assisted death, attitude, terminal diseases, autonomy.

Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33918


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_liknardrap_danaradstod.pdf958.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna