is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33919

Titill: 
  • Andleg vanlíðan ungra mæðra og aðkoma hjúkrunarfræðinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi heimildasamantekt er lokaverkefni höfunda til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Markmið samantektarinnar var tvíþætt. Annars vegar að veita innsýn inn í reynsluheim ungra mæðra og kanna hvaða áhrif ungur aldur við barnsburð hefur á andlega líðan þeirra. Hins vegar að varpa ljósi á aðkomu hjúkrunarfræðinga í heilsuvernd ungra mæðra. Heimildum var safnað frá CINAHL, PubMed, Google scholar og leitir.is. Leitað var eftir íslenskum og erlendum ritrýndum heimildum, fræðigreinum og bókum. Eins voru fengnar heimildir frá Embætti landlæknis, Hagstofu Íslands og World Health Organization. Í upphafi var fjallað um unglingsárin, kynþroskaskeiðið og mikilvægi kynheilbrigðisþjónustu til unglinga. Farið var inn á notkun getnaðarvarna og tíðni þungana og fóstureyðinga á Norðurlöndum. Næst var fjallað um ungar mæður og áskorun tengda móðurhlutverkinu. Sérstaklega var lögð áhersla á andlega vanlíðan ungra mæðra og að kanna hvað veldur því að þær virðist eiga erfiðara andlega heldur en mæður sem eldri eru. Að lokum var aðkoma hjúkrunarfræðinga tekin fyrir þar sem megin áhersla var lögð á skimun, fræðslu og stuðning. Við gerð samantektarinnar kom í ljós að ungar mæður standa frammi fyrir ýmsum áskorunum og þær eru því líklegri til þess að upplifa vanlíðan heldur en mæður sem eldri eru. Algengt er að ungar mæður komi úr erfiðum félagslegum aðstæðum, hafi lítinn sem engan stuðning heiman frá ásamt því að upplifa neikvætt viðhorf frá samfélaginu. Því er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk hafi víðtækan skilning og þekkingu á áhættuþáttum sem stuðla að andlegri vanlíðan og geti gripið inn í með viðeigandi úrræðum.

  • Útdráttur er á ensku

    This literature review is the authors' final thesis for a B.Sc. degree in nursing at the University of Akureyri. The aim of the thesis was twofold. On one hand, to provide insight into the experiences of young mothers and to investigate the impact of childbirth at a young age on their mental well-being. On the other hand, to shed light on the involvement of nurses in the healthcare of young mothers. References were collected from CINAHL, PubMed, Google scholar and leitir.is. The research included Icelandic and foreign peer-reviewed sources, academic journals, books and studies. Likewise, sources were obtained from the Directorate of Health, Statistics Iceland and the World Health Organization. First of all the adolescence, puberty and the importance of sexual health services to adolescents were scrutinized. Contraception use and the frequency of pregnancies and abortions in the Nordic countries were tackled. Next, we discussed young mothers and the challenge of motherhood. Particular attention was paid to the mental distress of young mothers and to explore what causes them to have more difficulties mentally than to older mothers. Finally, the involvement of nurses was addressed, with main emphasis on screening, education and support. When writing the thesis we discovered that young mothers face a number of challenges and are therefore more likely to experience distress than older mothers. It is common for young mothers to have a poor social status, have little or no support from home, and experience a negative attitude from the society. Therefore, it is important that healthcare professionals have a broad understanding and knowledge of the risk factors that contribute to mental distress and can intervene with appropriate resources.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 10.05.2020.
Samþykkt: 
  • 20.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33919


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða.pdf24 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Lokaskil.pdf577.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna