is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33921

Titill: 
  • Geðlyfjanotkun á hjúkrunarheimilum : tengsl geðlyfjanotkunar við hegðunarvanda, kvíða, ranghugmyndir, þunglyndiseinkenni, hreyfigetu, sjálfsbjargargetu og virkni hjá íbúum þriggja hjúkrunarheimila á landsbyggðinni árin 2016-2018
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Heilabilun er ólæknanlegur sjúkdómur, meðferð snýst um að meðhöndla fylgikvilla eins og hegðunarvandamál. Hegðunarvandamál eru meiri og alvarlegri á hjúkrunarheimilum heldur en utan stofnana og sjaldan gerðar tilraunir til að draga úr notkun sterkra geðlyfja. Auknar líkur eru á notkun sterkra geðlyfja á stærri hjúkrunarheimilum og í þéttbýli. Oftar ráða menning og hefðir innan hjúkrunarheimila meira um notkun þeirra en raunverulegt ástand íbúans. Tilgangur var að skoða geðlyfjanotkun hjá íbúum með heilabilunarsjúkdóma á þremur hjúkrunarheimilum á landsbyggðinni á árunum 2016-2018, tengsl við hegðunarvanda, hreyfingu, sjálfsbjargargetu og virkni með samanburði við aðra íbúa.
    Aðferð: Lýsandi afturvirk sambandsrannsókn. InterRAI MDS 2.0 gögn íbúa þriggja hjúkrunarheimila voru skoðuð. Samanburður gerður milli íbúa eftir vitrænni skerðingu og tengsl skoðuð við geðlyf og hegðunarvanda.
    Niðurstöður: Tengsl voru á milli vitrænnar skerðingar, notkunar á sterkum geðlyfjum og geðdeyfðarlyfjum. Mestar líkur á ávísun sterkra geðlyfja var ef íbúi sýndi hegðunarvanda gagnvart öðrum. Auknar líkur voru á hegðunarvanda meðal íbúa sem tóku geðlyf sem og líkur á byltum, skertri sjálfsbjargargetu, skertri göngugetu og lítilli virkni.
    Umræður: Mikil vitræn skerðing eykur líkur á geðlyfjanotkun sem síðan eykur líkur á hegðunarvanda.
    Mikilvægt er að geðlyfjum sé ekki ávísað nema í kjölfarið á faglegu atferlismati og lyfjaendurskoðun sé viðhöfð með reglulegu millibili.
    Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa innsýn í notkun geðlyfja á þremur hjúkrunarheimilum á landsbyggðinni, en niðurstöður þeirra hvað varðar gæðavísa sem endurspegla notkun á sterkum geðlyfjum og róandi lyfjum koma vel út í samanburði við eldri rannsóknir og gögn á landsvísu frá sama tíma.
    Lykilorð: heilabilun, hjúkrunarheimili á landsbyggðinni, inter-RAI MDS 2.0, geðlyfjanotkun, sterk geðlyf, hegðunarvandamál, geðræn einkenni, ranghugmyndir, þunglyndi, kvíði, virkni, sjálfsbjargargeta, hreyfigeta.

  • Útdráttur er á ensku

    Dementia is an incurable disease where treatment focuses on complications as behavioural problems. Behavioural problems are more common and severe in nursing homes than outside institutions and few attempts made to reduce use of antipsychotics. Use of antipsychotics is more common in larger nursing homes and urban areas. Often, culture and traditions in nursing homes are more influential in their use than the condition of the resident.
    Objective: To examine psychotropic use in residents with dementia in three nursing homes in rural areas in 2016-2018, the association with behavioural problems, mobility, self-reliance and activity, compared to other residents.
    Method: Descriptive retrospective correlational study, analysing data from interRAI MDS 2.0 from residents of three nursing homes. Comparisons between residents by cognitive impairment were made and association with psychotropic drug use and behavioural disorders.
    Results: An association between cognitive impairment and use of antipsychotics and antidepressants was observed. The highest likelihood of prescribing antipsychotics was if a resident showed behavioural problems towards others. An increased likelihood of behavioural problems was observed among residents taking psychotropics, as well as falls, reduced self-reliance, unsteady gait and little activity.
    Discussion: Severe cognitive impairment increases likelihood of psychotropic drug use, which in turn increased the likelihood of behavioural problems. It is important that psychotropics are only prescribed following a professional behavioural assessment and medication use is reassessed regularly.
    Conclusions: The findings provide insight into psychotropic drug use in three rural nursing homes, as well as the excellent outcome of these nursing homes in quality indicators reflecting use of antipsychotics and sedatives compared to previous studies and national data from the same time.
    Keywords: rural nursing homes, dementia, behavioural problems, psychological symptoms, psychotropic, antipsychotics, cognitive impairment, interRAI MDS 2.0, anxiety, delusions, depression, motility, self-reliance, and activity.

Samþykkt: 
  • 20.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33921


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sigurveig_gisladottir_heildartexti.pdf4,07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna