Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33928
Þessi ritgerð byggist á greiningu á nokkrum lykilatriðum í áróðri íslenskra þjóðernissinna og leitast verður eftir því að svara tveimur meginspurningum sem eru: „Hver er birtingarmynd áróðurs íslenskra þjóðernissinna gagnvart völdum viðfangsefnum?“ og „Hvað eiga íslenskir þjóðernissinnar sameiginlegt með þýsku nasistunum?“.
Farið verður yfir helstu skilgreiningar á hugtakinu áróður og notkun þess hugleidd. Stefna þjóðernissinna og gengi þeirra verður skoðað, sem og sú mynd sem dregin var upp af gyðingum í málgögnum þjóðernissinna og sömuleiðis í dagblöðum almennt. Skoðuð verður umfjöllun um kommúnista og skiptist sá kafli niður í umfjöllun um þá örbirgð sem sögð var vera í kommúnískum ríkjum, deilur þjóðernissinna við Alþýðublaðið og að lokum baráttu þeirra gegn hugmyndinni um öreiga. Að endingu verður farið yfir umfjöllun þjóðernissinna um Þýskaland.
Í málgögnum þjóðernissinna má greinilega sjá hversu fullir aðdáunar þeir voru á nasistum í Þýskalandi. Í áróðri þeirra voru hetjur nasismans dregnar fram á sjónarsviðið og mikið af gjörðum þeirra fengu umfjöllun umvafða dýrðarljóma. Þegar sá áróður er skoðaður, einkum á árunum 1933 til 1934, má greina ákveðinn samhljóm með honum og því sem átti sér stað í Þýskalandi nasismans. Á Íslandi var barist gegn meintu ógnarvaldi gyðinga og kommúnismans og reynt að koma fólki í skilning um þær skelfingar sem það hefði í för með sér ef kommúnisminn næði völdum. Þjóðernissinnar töldu sig bjóða upp á aðra leið sem sameina átti þjóðina, gera hana sterkari og bæta lífskjör hennar. Þeir sögðu þá leið alíslenska og þvertóku fyrir að hún tengdist nasistum að neinu leyti, nema því að vilja losa heiminn við sameiginlegan óvin.
Viðhorf þjóðernissinna var mjög einsleitt þar sem aðeins var um eina leið að ræða að þeirra mati og þeim var mikið í mun að koma henni á framfæri. Það var leið fasismans sem var að ryðja sér til rúms víða um heiminn á þessum tímum. Í málgögnum þeirra var dregin upp mjög dökk mynd af þeim atriðum sem ekki féllu að þeirra stefnu á meðan öðru sem var þeim meira að skapi var hampað, það glætt dýrðarljóma og talið til fyrirmyndar. Þótt íslenskir þjóðernissinnar hafi ekki haft sömu tækifæri og þýsku nasistarnir til að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd var áróðurinn er birtist í málgögnum þeirra ekki ólíkur því sem sjá mátti hjá nasistum í þriðja ríkinu.
Lykilhugtök: Þjóðernissinnar, nasismi, áróður, kommúnismi, gyðingar.
This thesis is based on an analysis of some key factors in the propaganda of Icelandic nationalists in the 1930s. An effort will be made to answer two main questions: What is the manifestation of Icelandic nationalists’ propaganda towards selected subjects and what do Icelandic nationalists have in common with the German Nazis?
The main definitions of the term propaganda and its use will be considered. Nationalists' policies and their success will be discussed, as will the prevailing opinion regarding the Jews in the nationalist’s newspapers. The discussion in the newspapers, in general, will also be viewed. Nationalists writings will be examined regarding the poverty and the shortage that supposedly took place in communist countries, their disputes with the Alþýðublaðið and their struggle against the Marxist idea of the proletarians. Finally, the rhetoric of nationalists about Germany will be reviewed.
In the nationalist’s newspapers, it is easy to see the admiration they had towards the Nazis in Germany. In their propaganda, the heroes of Nazism were put in the spotlight and their actions received a glorious review. Examining their propaganda, especially in the years 1933 to 1934, a certain harmony can be distinguished between the propaganda of the Icelandic nationalists and the German Nazis. In Iceland, the alleged Jewish reign of terror and communism was fought and an emphasis placed on the horrors that it would cause if communism would take over. Nationalists were offering another way that should unite the nation, make it stronger and improve its condition of living. According to the Icelandic nationalists, their ideology was purely Icelandic and they rejected the claim that it had a strong connection to the Nazis, except for the mission: Getting rid of a common enemy.
Nationalist attitudes were homogeneous because there was only one right way, and they had a great interest in promoting it. It was the way of fascism that was emerging widely throughout the world at this time. A very dark picture was drawn of the subjects that did not fit their policy, but the subjects that they liked were glorified. In other words, they purposefully set up two images; bad images and role models. Although the Icelandic nationalists did not have the same opportunity as the German Nazis to implement their policy the propaganda in their newspapers was not very different from what occurred in Nazi Germany.
Keywords: nationalists, Nazism, propaganda, communism, Jews.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þýsk dýrkun og andstyggðar kommúnistar-RDG.pdf | 290.42 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |