is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33931

Titill: 
 • Vímuefnavandi á meðgöngu : reynsla barnshafandi kvenna með vímuefnavanda af skaðaminnkandi nálgun í þjónustu heilbrigðisstarfsfólks
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Notkun vímuefna á meðgöngu er alvarlegt heilsufarslegt vandamál sem getur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir móður, ófætt barn hennar og samfélagið í heild. Vísbendingar benda til þess að notkun vímuefna hafi aukist á undanförnum árum og þá á frjósemisaldri kvenna. Árlega er talið að um 60.000 barnshafandi konur í Evrópu noti vímuefni á meðgöngu. Þegar konur verða barnshafandi er oft litið á það sem tækifæri til þess að styðja þær í að bæta heilsu sína. Meðferðir barnshafandi kvenna með vímuefnavanda er mismunandi eftir löndum og eru lög og reglugerðir í löndunum sem segja mikið til um hvernig skal huga að þjónustunni. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að skoða hver reynsla barnshafandi kvenna með vímuefnavanda er af þjónustu sem byggir á skaðaminnkandi hugmyndafræði. Rannsóknina verður hægt að framkvæma þegar skaðaminnkandi þjónusta hefur verið innleidd hér á landi. Engar rannsóknir eru til varðandi þetta efni á Íslandi en vert er þó að rannsaka það vegna góðs árangurs slíkrar þjónustu í Ástralíu, Hawaii og Kanada.
  Rannsóknarspurningin er svohljóðandi: Hver er reynsla barnshafandi kvenna með vímuefnavanda af þjónustu sem byggir á skaðaminnkandi hugmyndafræði? Notast verður við eigindlega rannsóknaraðferð og stuðst við Vancouver-skólann í fyrirbærafræði. Tilgangsúrtak verður fyrir valinu og munu höfundar taka djúp einstaklingsviðtöl við 12-14 mæður. Skilyrði er að konurnar hafi sótt áhættumeðgönguvernd á Landspítala eftir að skaðaminnkandi þjónusta var innleidd þar, séu á aldrinum 18-40 ára, tala íslensku og hafi notað vímuefna á meðgöngunni.
  Lykilhugtök: Barnshafandi konur, fóstur, skaðaminnkun, vímuefni, þjónusta.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis examines a research plan and is the final project for a B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. Substance abuse is a serious health problem that can have negative consequences on pregnant women, their unborn children, and society as a whole. Evidence has shown that substance abuse has increased in the previous years and can be linked to pubescent women in their prime fertility years. According to earlier research it is estimated that every year around 60,000 pregnant women in Europe abuse drugs during pregnancy. Different treatments for pregnant women with substance abuse are available and vary between different countries. In each country, the choice of treatment has a lot to do with the laws and statutes of the country. The main goal of this intended research is to examine how pregnant women with substance abuse problems experience services that focus on harm reduction. No prior research has been carried through on this topic in Iceland, but the authors of this research believe that it is worth researching based on available previous studies on harm reduction services in other countries; such as Australia, Hawaii, and Canada. This research will be executed when harm reduction services will be instituted in Iceland.
  This thesis will be built upon the following thesis statement: How do pregnant women with substance abuse problems experience services that rely upon the ideology of harm reduction? In this research a qualitative method will be used and researchers will rely on Vancouver-School of doing phenomenology. A purposive sample will be used and 12-14 mothers will be interviewed using a deep interview technique. The conditions to be a part of this research are that the mothers will have sought high risk pregnancy services at The National University Hospital of Iceland after harm reduction services have been initiated there, the participants have to be from the age of 18 to 40 years old and have had substance abuse problems during pregnancy.
  Key words: pregnant women, fetus, harm reduction, substance abuse, service.

Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33931


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vímuefnavandi á meðgöngu - KÓS.pdf798.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna