is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33932

Titill: 
  • Bláköld drengjasaga : reynsla drengja af kynferðislegu ofbeldi á vistheimilum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi er 12 eininga lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur rannsóknaráætlunarinnar er að undirbúa rannsókn sem skoðar reynslu karlmanna af kynferðislegu ofbeldi í æsku eftir að hafa verið vistaðir á vistheimilum á Íslandi á árunum 1947-1993 og áhrif þess á heilsu þeirra og líðan síðar á lífsleiðinni. Kynferðislegt ofbeldi er áfall fyrir barn og getur haft mikil áhrif á heilsu þess til frambúðar t.d. andlegar- og líkamlegar afleiðingar ásamt áhættuhegðun sem er ógnandi við heilsuna. Markmið verkefnisins er að opna umræðuna í samfélaginu sem vonandi leiðir til þess að fleiri karlmenn leiti sér aðstoðar og fái þá aðstoð sem þeir þarfnast og geti þannig komið í veg fyrir langvarandi heilsufarsleg vandamál. Rannsóknaraðferðin sem stuðst verður við er eigindleg þar sem notast er við hálfstöðluð viðtöl, og unnin eftir Vancouver-skólanum í fyrirbærafræði. Rannsóknarspurningu sem leitast verður við að svara í fyrirhugaðri rannsókn er eftirfarandi: Hver er reynsla karlmanna sem voru á vistheimilum á Íslandi, af kynferðislegu ofbeldi í æsku og heilsufari og líðan?
    Þátttakendur rannsóknarinnar verða 10 karlmenn þar sem skilyrðin fyrir þátttökunni eru að vera karlmaður, hafa verið vistaður á vistheimili á þessum árum og hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á meðan dvöl þeirra stóð.
    Höfundar vonast eftir því að í framhaldi af þessari rannsóknaráætlun og niðurstöðum fyrirhugaðrar rannsóknar muni það efla vitneskju heilbrigðisstarfsfólks um afleiðingar kynferðislegs ofbeldis sem mun í kjölfarið efla fræðslu og forvarnarstarf gegn kynferðislegu ofbeldi ásamt úrræðum og þjónustu við þá sem lent hafa í slíku ofbeldi.
    Lykilhugtök: kynferðislegt ofbeldi, afleiðingar áfalla, ACE (adverse childhood experience), líkamleg heilsa, andleg heilsa, vistheimili, áhættuhegðun, áfallastreituröskun, sjálfsvíg.

  • Útdráttur er á ensku

    This research curriculum is a thesis project and is worth 12 credits towards a B.S. degree in nursing science from the Medical Science Department at the University in Akureyri. The purpose of this curriculum is to prepare research steps for investigating the long term health effects sexual violence had on boys that were living at boarding houses in Iceland during the years of 1947-1993. Sexual violence is a tremendous shock for a child and can have drastic effects on the victim‘s long term mental and physical health. One of the main objectives of this project is to raise awareness in our community that would hopefully result in more adult males searching for assistance and receiving the assistance that they need and that way they could prevent any chronic medical problems. A qualitative research method was utilized for this paper and semi- standard interviews were conducted, using University of Vancouver research methodology.
    The authors will present following research question which they seek to answer in their thesis: What is the experience of males that lived in boarding houses in Iceland, of sexual abuse in childhood and state of health?
    The number of participants in this research will be 10 adult males that will have to follow the conditions of being a male, have lived in a boarding house during these years and have experienced sexual violence during their stay there.
    The authors hope that this research curriculum and the future research results will increase the knowledge amongst professionals within the medical field on the affects of sexual violence. Furthermore, the authors hope that the increased knowledge will empower professionals to improve their teaching and prevention against sexual violence and to be able to provide assistance and service to those who have endured such tragedy.
    Key words: sexual violence, post dramatic stress, ACE (adverse childhood experience), physical health, mental health, boarding house, risk behaviour, post dramatic stress disorder, suicide.

Samþykkt: 
  • 20.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bláköld drengjasaga.pdf556.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna