is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33933

Titill: 
  • Áhrif klamydíu á frjósemi : hvað er til ráða og hver er þekking ungmenna á sýkingunni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Megintilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna hvort þörf sé á skipulagðri skimun fyrir klamydíu hjá einstaklingum á aldrinum 15 til 24 ára. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi: 1) Er þörf á skipulagðri skimun fyrir klamydíu á Íslandi hjá ungu fólki á aldrinum 15 til 24 ára? 2) Er ungt fólk á Íslandi að fara reglulega/árlega í skimun? 3) Gerir ungt fólk sér grein fyrir afleiðingum klamydíusýkinga í tengslum við ófrjósemi? Við fyrirhugaða rannsókn verður notast við megindlega aðferðarfræði. Við gagnasöfnun verður lagður spurningalisti fyrir úrtakið sem á m.a. að meta þekkingu þeirra á klamydíu og afleiðingum hennar. Úrtak fyrirhugaðrar rannsóknar er ungt fólk á Íslandi óháð kyni og búsetu innan landsins. Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni er að vera á aldrinum 15 til 24 ára, vera íslenskumælandi og hafi vitsmuni til að svara spurningalistanum. Nýgengi klamydíusýkinga á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í heiminum en u.þ.b. 2000 tilfelli greinast árlega. Klamydía er kynsjúkdómur sem smitast á milli einstaklinga við kynmök og orsakast af bakteríunni Chlamydia trachomatis. Klamydía er oftast einkennalaus og geta einstaklingar borið sýkinguna í lengri tíma. Sýkingin getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér eins og ófrjósemi. Með fyrirhugaðri rannsókn vonast rannsakendur til þess að vekja ungt fólk til umhugsunar um afleiðingar klamydíu og mikilvægi skimunar. Jafnframt er það von rannsakenda að niðurstöður fyrirhugaðar rannsóknar efli vitund hjúkrunarfræðinga og almennings um klamydíu.

    Lykilhugtök: Klamydía, ófrjósemi, heilbrigðisfræðsla, forvarnir og hjúkrun.

  • Útdráttur er á ensku

    This protocol is a final project for a B.S. thesis for a Nursing degree from the University of Akureyri. The main purpose of the intended study is to examine the need for planned screening for chlamydia infection among young people from the age of 15 to 24 years old in Iceland. The researchers will aim to answer the following questions: 1) Is there a need for planned chlamydia screening in Iceland among young people aged from 15 to 24 years old? 2) Do young people in Iceland get screened regularly? 3) Do young people know about the effects of chlamydia connected with infertility? In this intended study, a quantitative research method will be used. The data will be collected by questionnaire intended to evaluate the samples knowledge about chlamydia and its consequences among other things. The sample for the intended study will be young people in Iceland regardless of sex or residency within the country. The conditions for participation are to be between the age of 15 and 24 years old, be icelandic-speaking and to have the cognitive abilities to answer the questionnaire. The incidence of Chlamydia infections in Iceland is among the highest in the world, approximately 2000 cases are reported annually. Chlamydia is a sexually transmitted infection caused by the bacteria Chlamydia trachomatis. Chlamydia is usually asymptomatic and individuals may carry the infection for a long time. The infection can have serious consequences such as infertility. The researchers hope this intended study will draw young peoples attention to chlamydias consequences and the importance of screening. Furthermore, the researchers hope that the results of the intended study will raise awareness about chlamydia among nurses and the general population.

    Keywords: Chlamydia, infertility, health education, preventive measures and nursing.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 09.05.2020.
Samþykkt: 
  • 20.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33933


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-Andrea, Elín, Fanndís og Sigríður 2019.pdf460.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Áhrif klamydíu á frjósemi - Heimildaskrá.pdf158.27 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Áhrif klamydíu á frjósemi - Efnisyfirlit.pdf139.42 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkefnið er lokað til 09.05.2020