is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33935

Titill: 
 • "Þetta er eins og að anda undir vatni, maður dregur andann en það hjálpar ekki" : lífið og endurhæfing eftir lungnakrabbamein
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lungnakrabbamein er algengt hér á landi og er dánartíðnin há. Lífsgæði einstaklinga með lungnakrabbamein eru oft skert, til dæmis þegar kemur að hreyfigetu og öndun. Tilgangur þessarar rannsóknaráætlunar er að kanna upplifun og þarfir einstaklinga sem greinst hafa með lungnakrabbamein og hafa farið í endurhæfingu vegna þess. Rannsóknaraðferðin verður eigindleg og tekin verða viðtöl við þá sem hafa lokið endurhæfingu á Reykjalundi vegna lungnakrabbameins á seinustu einu til þremur árum. Helstu einkenni lungnakrabbameins eru m.a. hósti, hæsi, andnauð og þyngdartap. Þeir sem eru með lungnakrabbamein þurfa ekki einungis að takast á við einkennin sem fylgja sjúkdómnum heldur þurfa þeir þar að auki að takast á við fordómana sem fylgja honum. Að greinast með lungnakrabbamein getur því verið tilfinningaþrungið og yfirþyrmandi. Fólk upplifir sjokk, doða, hræðslu, vantrú, ótta eða von. Helstu meðferðir við lungnakrabbameini eru skurðaðgerð, krabbameinslyfjameðferð og geislameðferð. Eftirlifendur þurfa að eiga við afleiðingar sjúkdómsins, óvissu í kringum hann og hafa stjórn á einkennum sínum. Þegar langt er liðið frá meðferð verður lítið um neikvæð áhrif og eftirlifendur losna við kvíða og áhyggjur. Endurhæfing er meðferð sem byggist á því að taka heildrænt á afleiðingum sjúkdóma og slysa. Hreyfing og öndunaræfingar eru dæmi um áhersluatriði í endurhæfingu lungnakrabbameinssjúklinga. Helstu kostir hreyfingar eru að hún minnkar einkenni, eykur orku og líkamlega vellíðan. Öndunaræfingar geta minnkað fylgikvilla eins og lungnabólgu og samfall á lunga. Þarfir sjúklinga í endurhæfingu eru að bjarga sér, aðlagast nýju lífi, einstaklingsmiðuð þjónusta, andlegur stuðningur, öryggi og að lokum markmiðasetning. Áhyggjur eftirlifenda snúast m.a. um áhrif krabbameinsins og meðferðarinnar á lífsgæði, jafnt líkamleg, andleg, félagsleg og trúarleg. Við það að greinast og glíma við þennan sjúkdóm breytist líf einstaklinganna og fjölskyldna þeirra og mikilvægt er því að rannsaka þetta málefni frekar.
  Lykilhugtök: Lungnakrabbamein, upplifun, endurhæfing, eftirlifendur, rannsóknaráætlun

 • Útdráttur er á ensku

  Lung cancer is a common cancer in Iceland, and has a high mortality rate. Quality of life for individuals with lung cancer is often impaired when it comes to e.g. mobility and breathing. The purpose of this research proposal is to explore the experience and needs of individuals with lung cancer who have finished rehabilitation. This study will be made with qualitative interviews with individuals who have completed their rehabilitation in Reykjalundur in the past one to three years. The most common symptoms of lung cancer are cough, hoarseness, dyspnea and weight loss. Individuals with lung cancer not only have to deal with the symptoms but also the stigma surrounding cancer. It is overwhelming and emotional for patients to be diagnosed with lung cancer and they are often shocked and feel numb or scared and experience disbelief, fear and hope. The most common treatments are surgery, chemotherapy and radiation. Survivors must deal with the consequences of lung cancer, such as managing their symptoms and the uncertainty surrounding their life. When some time has passed from the rehabilitation there are few negative effects and survivors feel free of stress and worries. Rehabilitation is a treatment that holistically treats consequences of illness and accidents. Physical exercise and breathing exercises are examples of methods in pulmonary rehabilitation. Benefits of exercise are a lessened symptom burden and increased energy and physical wellbeing. Breathing exercises can decrease complications such as pulmonary infection and lung collapse. The needs of patients that undergo rehabilitation are being able to cope, adapting to a new life and self, individualized caring, emotional support, having a sense of security and goal-oriented and progressive care. Concerns of lung cancer patients revolve around the quality of life after rehabilitation ends, including physical, mental, social and spiritual wellbeing. The lives of patients and their families change when they get diagnosed and it is important to explore the matter further.
  Keywords: Lung cancer, experience, rehabilitation, survivors, research proposal

Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33935


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þettaereinsogaðandaundirvatni.MaðurdregurandanenþaðhjálparekkiLífiðogendurhæfingeftirlungnakrabbamein.pdf495.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna