is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33936

Titill: 
 • Áhrif umhverfis á hlutdeild í heilsueflingu : upplifun eldri íbúa á Norðurlandi : rannsóknaráætlun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknaráætlun þessi er hluti af stærri rannsókn sem ber heitið Heilsufar og vellíðan eldra fólks á Norðurlandi. Hefur búseta eldra fólks ≥ 65 ára, í þéttbýli eða dreifbýli, áhrif á heilsufar og vellíðan? Eldri íbúum fer hratt fjölgandi, því er mikilvægt að huga m.a. að heilsueflingu. Umhverfisþættir hafa áhrif á hlutdeild í heilsueflingu t.a.m. búsetuskilyrði, aðgengi að úrræðum, félagslegur stuðningur og veðurfar. Því þarf að skapa umhverfi sem auðveldar þeim að viðhalda færni, heilsu og vellíðan. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að afla upplýsinga frá íbúum 65 ára og eldri á Norðurlandi um hvaða þættir í umhverfinu hafa áhrif á hlutdeild þeirra í heilsueflingu. Einnig hvaða umhverfisþætti íbúar telja þurfa að vera til staðar til að efla þátttöku þeirra í heilsueflingu. Því verður leitað svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvernig upplifa íbúar 65 ára og eldri á Norðurlandi áhrif umhverfisþátta á hlutdeild þeirra í heilsueflingu? Hvað þarf að vera til staðar til að íbúar 65 ára og eldri á Norðurlandi upplifi hlutdeild sína í heilsueflingu sterkari? Rannsóknin verður eigindleg þar sem gögnum verður aflað með opnum viðtölum við að lágmarki 20 manns. Notast verður við tilgangsbundið úrtak úr stærri rannsókn til þess að fá sem fjölbreyttastan hóp þátttakenda með ólíka reynslu. Forsendur fyrir þátttöku eru að vera 65 ára eða eldri, búa heima á Akureyri, Þingeyjarsýslu og Skagafirði. Þátttakendur verða valdir eftir kyni, aldri, búsetu, tekjum, samgöngumáta, félagslegri stöðu og hjálpartækjanotkun. Greining gagna mun fara fram með eigindlegri innihaldsgreiningu. Hagnýtt gildi rannsóknarinnar er að komast að því hvernig hægt er að skapa aðstæður og umhverfi sem gerir eldri einstaklingum á Norðurlandi kleift að viðhalda eða efla hlutdeild sína í heilsueflingu á þeirra forsendum. Upplýsingarnar sem koma frá íbúunum verður einnig hægt að nota til stefnumótunar á þjónustu við eldri einstaklinga.
  Lykilhugtök: Áhrif umhverfis, heilsuefling, hlutdeild, eldri íbúar, upplifun.

 • Útdráttur er á ensku

  This study proposal is a part of a larger study aimed at improving the wellbeing of older adults in Northern Iceland and evaluating if place of living has impact on their health and well-being. The number of older adults is increasing in Iceland and therefore it is relevant to consider means of promoting health within this population. Environmental factors affect engagement in health promotion, e.g. living conditions, resources accessibility, social support and climate. In addition, it is important to create an environment which enables the elderly to sustain their capability, health and wellbeing. The object of this proposed study is to gather information from residents, 65 years old and older in the Northern Iceland, about environmental factors affecting their engagement in health promotion and which of them are necessary to promote their participation. These research questions will be addressed: How do residents 65 years old and older in the Northern Iceland experience effects of environmental factors on their engagement in health promotion? What are the needs to be present so residents 65 years old and older in Northern Iceland experience their engagement stronger in health promotion? This is a qualitative study where data will be gathered with open interviews with minimally 20 participants. A purposive sample from a larger study will be used to obtain diverse group of participants with different experiences. Participant must be 65 years old or older living in Akureyri, Þingeyjarsýsla or Skagafjörður. Participants are selected based on gender, age, residence, income, transportation options, social status and the use of assistive device. Qualitative content analysis will be used for data analysis. Practical value of the study is to ascertain how to create conditions and environment which enables older adults in Northern Iceland to sustain and promote their engagement in health promotion on their terms. The forthcoming results will also be possible to use for strategic planning in service for older adults.
  Keywords: Environmental impact, engagement, older adults, health promotion, perceived experience

Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS - Lokaútgáfa.pdf753.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna