is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33937

Titill: 
 • Iðjusaga ungs fólks sem hvorki er í námi né vinnu : rannsóknaráætlun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fjöldi ungs fólks sem ekki er í vinnu, námi né starfsþjálfun hefur vaxið mikið seinustu ár. Staða þessa hóps, sem kallast NEET (Not in Employment, Education or Training) er áhyggjuefni um gjörvalla Evrópu en áhrif og afleiðingar NEET stöðunnar eru miklar, bæði fyrir unga fólkið sjálft og samfélagið í heild. Staða hópsins hefur lítið verið rannsökuð hérlendis en þær rannsóknir sem til eru hafa helst beinst að brottfalli, skólagengi og félagslegri stöðu. Engin íslensk rannsókn hefur skoðað hvernig iðjusaga hópsins hefur þróast í gegnum tíðina. Þessi rannsókn leitast við að gera úrbætur þar á og er tilgangur hennar að fá mynd af því hvað einkennir iðjusögu ungs fólks sem hvorki er í námi né vinnu. Eftirfarandi rannsóknarspurning leiðir rannsóknina: Hvað einkennir iðjusögu ungs fólks sem hvorki er í námi né vinnu? Til að svara rannsóknarspurningunni verður notast við blandað rannsóknarsnið. Gagna verður aflað með hálfbundnum viðtölum við 30 skjólstæðinga Vinnumálastofnunar sem valdir eru tilgangsbundið, ungt fólk á aldrinum 16-29 ára sem hvorki eru í námi né vinnu. Stuðst verður við viðtalsramma matstækisins Iðjusaga (OPHI-II) Viðtölin verða hljóðrituð og afrituð orðrétt. Gögnin verða fyrst metin á kvarða matstækisins Iðjusögu, slegin inn í SPSS og greind með lýsandi tölfræði. Síðan verða þau þemagreind. Að því loknu verða tekin aftur viðtöl við 4-5 þátttakendur til að ná aukinni dýpt og þemagreiningin endurskoðuð. Í lokin verða niðurstöður beggja aðferða skoðaðar, bornar saman og samþættar.

  Lykilhugtök: Ungt fólk, NEET, iðjusaga, brotthvarf, starfshlutverk, nemahlutverk

 • Útdráttur er á ensku

  The number of young people not in employment, education or training (NEET) has steadily increased over the past years. Their status is a growing concern all over Europe as the influencing factors and consequences of it are severe, not only for the young people themselves but also for society. Icelandic studies on the matter have focused on education and social status. A study using OPHI-II to gain an understanding of young people´s occupational history has not been done in Iceland. The aim of this study is to meet that shortage and focus on the occupational performance history of the NEET group in Iceland. The following research question leads the study: What characterises the occupational performance history of young people not in employment or education? In order to answer the research question, a mixed method design will be applied and data gathered using the OPHI-II. OPHI-II is psychometrically sound assessment tool composed of a semi-structured interview, rating scales and a life history narrative. The participants of the study will be recruited purposefully from the Directorate of Labour (Vinnumálastofnun), and consist of 30 young people, 16-29 years old, who are neither studying nor working. The OPHI-II interviews are to be recorded and transcribed verbatim. The content will be rated using the OPHI-II rating scale, converted into measures, entered into the SPSS program, and analysed by descriptive statistics. The interviews will also be analysed thematically. At the end the results of the quantitative and qualitative analysis will be contrasted and integrated.
  Keywords: Young people, NEET, Occupational History, drop out, worker role, student role

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 22.05.2024.
Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Iðjusaga-ungs-fólks-Loka-PDF-skjal.pdf943.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna