Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33943
Viðfangsefni ritgerðarinnar er staða sögukennslu í framhaldsskólum og hvernig hún hefur breyst í kjölfar styttingar á námi til stúdentsprófs. Með styttingunni fengu skólar mun meira vald yfir námskrárgerð. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum styttingar á námsframboð, kennara og nemendur, en telja má að margar greinar hafi þurft að lúta í lægra haldi í nýjum námskrám, og saga er ein af þeim. Viðfangsefnið er sett í fræðilegt samhengi við sögukennslu og sérstaklega kannað út frá markmiðum og tilgangi hennar. Einnig er veitt yfirlit yfir aðdraganda styttingar og þátt hennar í námskrám framhaldsskóla.
Rannsóknin í ritgerðinni er tvískipt. Fyrst er yfirlit yfir núverandi framboð í íslenskum framhaldsskólum á skylduáföngum í sögu. Tilgangur þess er að fá tilfinningu fyrir stöðu sögunnar sem skyldufags í framhaldsskólum. Skólar skiptast í tvo hópa, annars vegar þá sem hafa sögu sem skyldufag á öllum brautum og og hins vegar þá sem geta útskrifað nemendur án þess að hafa tekið nokkurra sögu. Til að varpa frekara ljósi á þessar niðurstöður voru tekin viðtöl við fjóra sögukennara í íslenskum framhaldsskólum. Niðurstöður viðtalanna voru síðan greindar með eigindlegum aðferðum.
Helstu niðurstöður eru að staða sögunnar hefur veikst verulega í kjölfar styttingar á námi til stúdentsprófs. Viðhorf viðmælenda til styttingar eru almennt slæm og vilja margir stíga skref til baka. Í um þriðjungi framhaldsskóla er saga ekki skyldugrein á öllum brautum og framboð á söguáföngum er mjög mismunandi. Viðtölin gefa ákveðnar vísbendingar um þennan mun á milli skóla þar sem saga þarf oft að lúta í lægra haldi. Skólastjórnendur og skólahefð virðist skipta mjög miklu máli þegar námsgreinar eru valdar og ýmislegt bendir til þess að sagan sé að verða valfag í sumum skólum og í ríkara mæli er hún tengd sérhæfingu brauta.
The topic of this thesis is the current status of History education in Icelandic junior colleges (ages 16-19), following changes in curricula and the compression of education time down to three years from four for matriculation examination. School administrations issue a school curriculum and have wider freedom when making the study programme descriptions. No research is currently available with pure focus on history education and effects of compression on teachers, students and study programmes. The topic was put in context with scholarly discussion about history education from Icelandic and foreign sources. Special emphasis is put on aim of history education and its place in Icelandic curricula.
The research is divided in two parts. The former part was overview of current status of history in study programmes. The schools were divided in two groups, those with history on all programmes and those where students can finish matriculation examination without any history education. The latter part were interviews with four history teachers. The goal was to explain the different emphasis in history education between schools. The findings were analysed using qualitative methods and four themes put forward and discussed in context with the former part.
The main findings were that history education has declined following changes in curricula and compression of education in junior colleges. Interviewers views to the compressed curriculum is generally bad and most want to take a step back. One of three junior colleges do not have history courses on all study programmes and supply of courses differs greatly between schools. The interviews give hints regarding the difference between schools where history is cut back. School administrations and school traditions seem to have great impact when subjects are chosen and this research indicates that history is turning into optional subject in many schools and more connected to specialization of study programmes.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Atli_Mar_Sigmarsson_lokaskil.pdf | 696,64 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |