Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33944
Meistaraprófsritgerð þessi er unnin til M.Ed. náms í menntunarfræði við Háskólann á Akureyri vorið 2019. Við verkefnið er fræðilegri heimildaritgerð sem rannsókn beitt í þeim tilgangi að skoða áhrif breytinga í nútímasamfélagi á heila barna og nám þeirra. Verkefnið er rannsóknarritgerð sem byggir á fræðilegum heimildum, s.s. greinum, skýrslum, bókum og upplýsingum frá stofnunum.
Markmið rannsóknarinnar er að fá heildarmynd af því hvernig heili barna starfar og virkar með tilliti til náms á 21. öld og jafnframt að skoða hvort það umhverfi sem börn alast upp í hafi áhrif á heila þeirra í því sambandi. Einnig verður skoðað út frá þverfaglegri nálgun hvað ólíkar fræðigreinar sem hafa skörun við menntunarfræði geta komið með inn í skólana og með þeim hætti stutt við það fjölbreytta og yfirgrips mikla starf sem þar er unnið.
Rannsóknir á sviði taugalífeðlisfræði sýna að heili barna í dag lærir með öðrum hætti en hann gerði áður. Heilinn hefur aðlagast tæknivæðingu samfélagsins með því að breyta virkni og vinnsluferli til að mæta því mikla magni örvunar sem hann verður fyrir frá umhverfinu. Börn í dag alast upp umkringd vélum og tækjabúnaði. Hugur þeirra er vanur skjámiðlum og endalausum upplýsingum um hvað sem er. Það er því mikilvægt að þessar rannsóknarniðurstöður séu hafðar til leiðsagnar í skólastarfi í dag. Á sama tíma eru fleiri og fleiri störf tekin yfir af vélum og tölvum sem nýta sér gervigreind í auknum mæli, störf sem áður kröfðust þekkingar og hugsana okkar mannanna. Þessi þróun er svo afgerandi að farið er að tala um hana sem fjórðu iðnbyltinguna (Industry 4.0). Þetta er annað atriði sem mikilvægt er að skólar hafi til grundvallar við menntun barna sem eru á leið til starfa í gjörbreyttu starfsumhverfi 21. aldar samfélaga.
Skólar í nútímasamfélögum þurfa að brúa það bil sem að tæknin hefur skapað og nálgast heila barna á réttum forsendum og kenna nemendum það sem vélar geta ekki gert. Hlutverk skóla í dag er bæði stórt og margþætt, það er stór áskorun fram undan að taka næsta skref framfara. Skólarnir þurfa þverfagleikann inn í umhverfi sitt til þess að takast á við það fjölbreytta og fjölhliða hlutverk sem bíður þeirra.
This Master’s thesis is prepared for Educational studies at the University of Akureyri in the spring of 2019. The thesis is a research study examining the impact of recent changes in modern society on children’s brains and their education. This is a theoretical study conducted by a bibliographical research, it is based on academic papers, published material and information from institutions.
The aim of the study is to get comprehensive picture of how the brain of
today’s children functions in the context of learning in the 21st century and how it is affected by the environment around them. A cross-disciplinary approach will also be taken to examine what different academic disciplines that overlap with pedagogy can bring in to the schools and thereby support the diverse and comprehensive work that is done there. Neurophysiology studies show that the brain of today’s child learns differently from what it used to do and has adapted to the modern-day society. It has changed in the way activity and information is processed as to meet the great amount of stimulation that he receives from his environment. Today’s children grow up surrounded by computers and smart devices with endless flow of information in a mind-blowing media format. Their minds are used to be presented with rich media content with endless information about anything. It is therefore important to conduct a study in this area and present the research
findings as a guide in today's school activities. At the same time, more jobs are rapidity being replaced by computers and robotics that are driven by artificial intelligence, even with jobs that previously required the knowledge and thoughts of humans. This trend is so great today that it has been referred to as “The Forth Industrial Revolution” or Industry 4.0. This is another important aspect for schools to consider and underpin in the education of children on the road to working in a completely different 21st-working community. Schools in modern societies need to bridge the gap that technology has created and approach the brain of the child today on the right terms and teach
students what machines cannot do. The role of school in modern society is both important and multifaceted, it is a big challenge ahead to take the next step forward. The school needs interdisciplinarity into their environment to cope with their diverse and multifaceted roles.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni til M.Ed.AGA.01.06.2019 v1.0 Final.pdf | 503.6 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |