is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33945

Titill: 
 • Að koma til móts við ólíkar námsþarfir : jákvæðni er lykillinn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skóli án aðgreiningar er skóli sem gerir ekki greinarmun á milli nemenda sinna, heldur kemur hann til móts við námsþarfir þeirra. Með þessari ritgerð er áætlað að varpa ljósi á þörf nemenda á að fá kennslu við sitt hæfi og að það sé komið til móts við námsþarfir þeirra. Einnig er litið á það hvernig kennarar geta komið til móts við alla sína nemendur.
  Meginmarkmið með verkefni þessu er að skoða á hvern hátt skóli án aðgreiningar geti komið til móts við ólíkar námsþarfir fjölbreytilegs nemendahóps og auðveldað bæði nemendum og kennurum námið og kennsluna. Skyggnst var inn í heim kennara og fleiri fagmanna til að heyra hvernig þeir upplifa skóla án aðgreiningar, til dæmis hvort að þeir telji að kennarar komi til móts við fjölbreytilegar námsþarfir nemenda.
  Rannsóknarspurningin er: Að hverju þurfa kennarar að hyggja við kennslu fjölbreytilegs nemendahóps?
  Í spurningunni felast þættir sem hafa þarf í huga í skólastarfi sem er án aðgreiningar það er gildi og menning innan skólasamfélagsins, samstarf innan skóla og við foreldra, skipulag námsumhverfis og ekki síst kennsluhættir. Til að svara rannsóknarspurningunni var gerð eigindleg rannsókn og rætt var við bæði kennara og fagaðila innan skólans. Gott er að geta þessa að þetta er lítið úrtak.
  Þeir kennarar sem rætt var við voru með mismikla kennslureynslu. Í viðtölum komu fram fjölbreytilegar skoðanir á skóla án aðgreiningar og hvernig kennarar geta komið til móts við ólíkar námsþarfir nemenda.
  Þeir kennarar sem rætt var við töldu það ómögulegt að geta komið til móts við alla nemendur sína án aukins stuðnings, á meðan fagaðilarnir nefndu að kennarar þyrftu að leita sér meiri aðstoðar til að koma til móts við ólíkar námsþarfir nemenda sinna. Samkvæmt viðtölum þá reyna kennarar að koma til móts við alla nemendur sína og þeirra þarfir af heilum hug en það kemur oft fyrir að þeir hafa hvorki tíma né úrræði til þess.

 • Útdráttur er á ensku

  Inclusive school is a school that does not distinguish between their students, but meets their educational needs. This thesis is intended to shed light on students' need to receive instruction and to meet their
  educational needs. It is also considered how teachers can meet the needs of all their students. The main objective of this project is to look at how inclusive schools can meet the diverse learning needs of a diverse student group and facilitate both the students and the teachers the learning and teaching. Teachers and other professionals there were interviewed to find out how they experience inclusive education, for example, whether they consider teachers to meet the diverse learning needs of students. The research question is: What do teachers need to consider in teaching a diverse group of students?
  The question involves factors that need to be considered in inclusive school activities ie. values and culture within the school community, collaboration within schools and with parents, organization of the
  learning environment and, not least, teaching methods. To answer the research question, a qualitative study was conducted and discussed with both teachers and professionals within the school. The teachers which were interviewed had different educational experiences. In interviews, there were diverse views on inclusive schools and how teachers can meet different student needs. The interviewed teachers felt it was impossible to accommodate all their students without increased support, while the other professionals mentioned that teachers needed more help to meet the
  diverse learning needs of their students. According to interviews, the teachers tries to cater all their students and their needs, as well as they could, but it often happens that they do not have the time or
  resources to do so.

Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33945


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Áslaug.pdf694.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna