Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33946
Samkvæmt grunnskólalögum á hver nemandi að hafa umsjónarkennara og eru starfsskyldur hans að einhverju leyti tilgreindar. Samt sem áður er lítið um rannsóknir á umfangi starfs umsjónarkennara, ekki síst á unglingastigi.
Meginmarkmið rannsóknarinnar var því að varpa ljósi á reynslu og sýn umsjónarkennara á unglingastigi á starf sitt í skóla án aðgreiningar. Sérstaklega var horft til umfangs starfsins, hvernig þeir mátu samstarf sitt við aðra kennara og hvar þeir gætu leitað eftir stuðningi til að sinna starfinu. Um leið var reynt að útskýra að hvaða leyti starf umsjónarkennara á unglingastigi væri frábrugðið starfi umsjónarkennara á yngri stigum.
Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn. Tekin voru viðtöl við sex kvenkyns umsjónarkennara á unglingastigi sem starfa í þremur grunnskólum á landsbyggðinni. Starfsaldur þeirra sem umsjónarkennarar var frá fjórum til átta ár. Einnig voru þeir allir faggreinakennarar í einni eða fleiri námsgreinum.
Niðurstöður sýndu að flestir umsjónarkennararnir lögðu mikinn metnað í störf sín. Þeir þurftu að treysta á gott samstarf við aðra kennara á unglingastigi til að ná að halda nægilega vel um nemendur. Þeir töldu mikilvægt að aðrir faggreinakennarar tækju meiri þátt í því sem sneri að námi nemenda til að tryggja betur að umsjónarkennurunum bærust mikilvægar upplýsingar, svo sem um líðan og stöðu þeirra í námi. Munur er á starfi umsjónarkennara á unglingastigi og á yngri stigum grunnskólans. Skýrist það að einhverju leyti vegna mismunandi skipulags um kennslu nemenda sem gerir það að verkum að þeir hafa gjarnan umsjón með nemendum sem þeir hitta sjaldan um leið og þeir eru í samskiptum við marga aðra nemendur í tengslum við faggreinakennsluna. Af þessum sökum áttu þeir stundum erfitt með að mynda æskilega nánd við umsjónarhópinn sinn, meðal annars til að hafa yfirsýn yfir stöðu nemenda.
Rannsóknin varpar ljósi á mikilvægi þess að skoða betur hvernig aðlaga má starf umsjónakennarans á unglingastigi að þeim breytingum sem átt hafa sér stað í samfélaginu á síðari árum.
According to grade school laws each student is to be assigned to a supervising teacher with some specific job responsibilities. However, there is little research covering the scope of the supervising teacher’s job, especially on secondary education level.
The purpose of this study was to shed light on supervising teachers’
experience and vision for their job in the inclusive school setting on secondary education level. Specific attention was given to the scope of the job, collaboration with other teachers and the availability of job-related support. At the same time an attempt was made to clarify the differences between the supervising teacher’s job on secondary level compared to the one on primary level.
The study was a qualitative interview study. Interviews were conducted
with six female supervising teachers working on secondary education level in three schools in rural areas. Their length of time working as supervising teachers ranged from four to eight years. All of them were subject teachers in one or more subjects.
The results showed that most of the supervising teachers were very
ambitious about their jobs. They had to trust in good collaboration with other teachers on secondary level in order to sufficiently support the students. They deemed it important that other subject teachers participated more in that which relates to student education in order to ensure the supervising teachers received important information, such as about their wellbeing and educational status.
There are differences between the supervising teacher’s job on secondary level compared to the one on primary level. This is in part explained by different structuring around student education which leads to secondary level supervising teachers seldomly meeting their assigned students while simultaneously communicating with many other students studying subjects.
For this reason they sometimes found it difficult to form properly close bonds with their assigned group of students, to keep watch over the status of their wellbeing and development among other things. The study sheds light on the importance of studying further how to adapt the supervising teacher’s job to the changes that have taken place in society in recent years.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Dröfn_Jónsdóttir_lokaverkefni M.Ed.pdf | 664,46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Forsíðu kápa á MEd dröfn.pdf | 1,02 MB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |