is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33947

Titill: 
  • Skóli fyrir alla : nám fjölfatlaðra barna í almennum skólum, sérdeildum og sérskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslensk menntastefna kveður á um að allir einstaklingar eigi rétt á að náms- og félagslegar þarfir þeirra séu uppfylltar í almenna skólakerfinu. Almennum skólum er því ætlað að opna dyrnar fyrir fötluðum börnum og móta samfélag án aðgreiningar. Hugtakið skóli án aðgreiningar felur í sér að skólar og kennarar veiti nemendum menntun við hæfi óháð þörfum, fötlun eða skerðingum.
    Skóli fyrir alla hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár og eru skiptar skoðanir um hugmyndafræðina sem og framkvæmd hennar innan íslenskra grunnskóla. Umræðan hefur meðal annars snúist um nemendur sem hafa miklar sérþarfir og hvort almennir grunnskólar geti sinnt lögboðnu hlutverki sínu eða hvort sérskólar henti þeim nemendum betur.
    Meginmarkmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að kanna hvaða ástæður liggja að baki skólavist foreldra barna sem teljast hafa miklar sérþarfir og hvernig þeim finnst skólinn koma til móts við þarfir barnsins og hins vegar að kanna hvernig kennarar nálgast þarfir barnanna og hver þekking þeirra er í sérskólum, sérdeildum og almennum skóla. Rannsóknarspurningarnar sem hafðar voru til hliðsjónar eru þrjár: Hvernig koma almennur skóli, sérdeild og sérskóli til móts við fjölfatlaða nemendur? Hvernig er kennsla í almennum bekk fyrir fjölfatlaða nemendur frábrugðin kennslu sem fram fer í sérdeild og sérskóla? og Hefur hinn almenni skóli úrræði til að mæta fjölfötluðum nemendum?
    Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn sem framkvæmd var veturinn 2019. Þátttakendur í rannsókninni eru fjögur fjölfötluð börn og foreldrar þeirra en þau eru í almennum bekk, sérdeild og sérskóla. Einnig eru fjórir kennarar þessara barna þátttakendur í henni.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að öllum nemendunum líður vel í skólanum að mati foreldra og kennara þeirra og voru allir foreldrarnir sáttir við sitt val á skóla. Samskipti á milli heimila og skóla voru að sama skapi góð hjá öllum. Þegar kemur að kennslu nemenda má greina mun á aðferðum og innihaldi hennar eftir því hvort nemendur eru í sérdeild, sérskóla eða almennum bekk.
    Lykilhugtök: Skóli án aðgreiningar, sérúrræði, nemendur með miklar sérþarfir, skólavist.

  • Útdráttur er á ensku

    Iceland’s educational policy dictates that everyone has the right to have their educational and social needs met in the public school system. Public schools are meant to welcome special needs children and form an inclusive society. The concept inclusive school entails that schools and teachers offer students appropriate education regardless of their special needs or disabilities.
    A school for all has been a big part of public discussion for the past few years. The discussion has centred around students with special needs and whether public schools are equipped to meet their needs and if special schools suit them better.
    The main goal of the study is twofold. Firstly, to examine the reasons why parents with special needs children chose a certain school and how they feel that school has met their children’s needs. Secondly, to look at how the teachers approach the children’s special needs and what their knowledge is based on whether they work in a public school, a special school or a special needs department within a public school. The research questions are three: How does the public school, special school or a special needs department meet the needs of students with special needs or disabilities? How does the instruction for a special needs student in a public school differ from the instruction in a special school or special needs department? and does the public school have resources to meet the needs of special needs students?
    The research methodology was qualitative, and results were based on interviews that were conducted in the winter of 2019. Participants are four children with special needs, their parents and their teachers. The children receive their education in a public school, special school and a special needs department.
    Results show that all of the children feel good at school according to their parents and teachers and that the parents were satisfied with their choice of school. Communication between the families and schools were also good according to both parents and teachers. However, a distinct difference was between teaching methods and how they were implemented based on whether the students were in a public school, special school or a special needs department.
    Keywords: Inclusive school, special needs, children with special needs, choice of school.

Samþykkt: 
  • 20.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33947


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð-Esther.pdf768.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna