is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33949

Titill: 
 • Hreyfistundir fyrir grunnskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mikilvægt er að auka heilsueflingu í öllu skólastarfi, stuðla að markvissri heilsueflingu innan skólans og gera hana hluta af almennu skólastarfi. Nauðsynlegt er að skapa börnum og unglingum jákvætt umhverfi þar sem unnið er markvisst að því að finna lausnir í heilsueflingu. Börn og unglingar verja miklum tíma dags í skólanum og því er kjörið að skólinn taki þátt í að sinna hreyfiþörf nemenda.
  Markmið þessa verkefnis var að búa til hreyfistundir fyrir kennara sem þeir geta nýtt í vinnu með nemendum í almennri kennslu. Útbúnar voru tvær fjögurra vikna áætlanir sem innihéldu átta 15–20 mínútna hreyfistundir, annars vegar fyrir nemendur á yngsta stigi og hins vegar á mið- og unglingastigi. Viðfangsefni rannsóknarinnar var að kanna upplifun kennara af hreyfistundum, hvort þeir upplifðu betri vinnusemi og einbeitingu hjá nemendum við notkun á þeim og hvort efnið henti eins og það var lagt fram eða hvort þörf væri á úrbótum. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð en tekin voru þrjú einstaklingsviðtöl við kennara á þessum þremur mismunandi kennslustigum. Notast var við hentugleikaúrtak við val á viðmælendum fyrir rannsóknina. Valdir voru viðmælendur sem auðvelt var að nálgast og voru tilbúnir til að prófa hreyfistundirnar.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að samhljómur var á meðal viðmælanda. Þeim fannst að hreyfistundirnar myndu auka vinnusemi og einbeitingu. Kennararnir voru allir sammála um að upplifunin væri góð, hreyfistundirnar væru skemmtilegar og fjölbreyttar. Helstu úrbætur sem stungið var upp á voru uppröðun á dögum í áætlun, byrja á einfaldari dögum sem innihalda færri æfingar og bæta svo við æfingum jafnt og þétt næstu hreyfistundir á eftir. Úrbætur fyrir hreyfistundir ættu að auðvelda kennurum enn frekar að notast við þær í kennslu hvort sem þær eru notaðar í upphafi skóladags eða sem uppbrot í kennslu.

 • Útdráttur er á ensku

  Promoting health in schools is of great importance as is supporting strategic health promotion within schools, thus making it an integral part of all schoolwork. Also, creating a positive environment for children and teenagers that offers solutions contributing to health promotion. Children and teenagers spend a great number of hours in school and therefore, it is an ideal platform for children´s need for physical activities.
  The aim of this project was to design a classroom-based physical activity for teachers which they can use while working with students within the traditional classroom setting. Two separate four-week plans were put together, containing eight different activity brakes, each one taking 15–20 minutes. One was designed for students from grades 1–4, and the other one for grades 5–10. The objective of this research was to explore how teachers experienced these intermittent activity brakes , and if they found them to improve students’ work and concentration. Also, if the activity brakes was suitable as presented, or if further improvements were needed. Qualitative research methods were used based on individual interviews with three teachers, each teaching separate
  age groups Convenience sampling was used to select the teachers, that is to find teachers who were open to participating and piloting the plan.
  The findings of this research revealed general agreement among the
  interviewees as they all experienced activity brakes improving students´ work and concentration. The teachers all agreed that this change was a positive one, activity brakes was enjoyable and diverse. According to the teachers, there was room for improvement, such as changing the sequence so that the first days contained simpler exercise-time and then adding to the number of exercises gradually. These improvements should then make it easier for teachers to implement and use exercise-time in the classroom, in the beginning of the school day or as a tool to break the class up later in the day.

Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33949


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Med ritgerð - Hafdís Sigurðardóttir PDF.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna