is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33950

Titill: 
 • Bekkjarstjórnun : framkoma og samskipti umsjónarkennara við nemendur
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessa meistaraverkefnis er að varpa ljósi á bekkjarstjórnun umsjónarkennara. Horft var sérstaklega til heildarskipulags bekkjarstjórnunar og að hvaða leyti framkoma og samskipti umsjónarkennara við nemendur hefði áhrif á bekkjarstjórnun.
  Það hefur jafnan verið talið að bekkjarstjórnun sé ekki síður mikilvæg en það sem er kennt í kennslustundum til þess að ná fram árangursríku námi. Fyrir suma kennara virðist bekkjarstjórnun vera áreynslulaus. Þó er varasamt að líta á vandaða bekkjarstjórnun sem náðargáfu kennara og gagnlegra að líta á árangursríka bekkjarstjórnun sem tæknilegt viðfangsefni sem byggir á markvissum vinnubrögðum sem allir geta tileinkað sér. Í þessu sambandi er mikilvægt að hver umsjónarkennari þekki veik- og styrkleika sína og móti kennsluaðferðir sínar út frá þeim og nemendahópnum.
  Beitt var eigindlegum aðferðum, nánar tiltekið narratíf rannsókn. Gagna var aflað með vettvangsathugunum í bekk hjá tveimur starfandi umsjónarkennurum á yngsta stigi í einum grunnskóla. Fylgst var með hvorum kennara í einn kennsludag. Auk þess voru tekin hálfopin viðtöl við hvorn umsjónarkennara í kjölfar vettvangsathugana auk þess sem óformlegri samtöl áttu sér stað á milli athugana. Þátttakendur voru valdir með markmiðsúrtaki.
  Kennararnir huguðu markvisst að ýmsum þáttum bekkjarstjórnunar til þess að kennslustundir gengu sem best fyrir sig. Óvænt forföll starfsfólks höfðu neikvæð áhrif á framvindu kennslustunda og á bekkjarstjórnun. Umsjónarkennararnir gerðu þó sitt besta til að bregðast við þeim aðstæðum og voru sveigjanlegir í kennsluháttum í því skyni að ná tökum á aðstæðum. Styrkleiki þeirra fólst meðal annars í því hversu vel þeir þekktu inn á nemendur sína. Þótt þeir hugsuðu ekki meðvitað um framkomu og samskipti sín við bekkinn, höfðu þeir ákveðið viðhorf til þess hvernig þeir ættu að nálgast nemendur, sem endurspeglaði jákvæða afstöðu í anda uppbyggingarstefnunnar - Uppeldi til ábyrgðar.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objectives of this work are to research classroom management for the primary school teacher. How the effects of communication, attitude and behavior of the teacher affects the overall context of classroom management.
  It is a common fact that classroom management is as important as other
  classroom activities and studies to achieve effective learning. Some teachers seem to practice effective classroom management without any extra effort, but it should not be taken for granted. Instead it should be considered as a technical subject that every teacher can study and embrace. In this context it is important that the teacher knows its advantages and shortcomings and uses it to design its methods of teaching.
  The thesis is built on qualitative study with narrative methods. Field
  experimental methods where used to collect data and to study the teaching methods and communications of two supervisor teachers in the same facility. Each subject and the classroom were monitored for one day. Each subject was interviewed using a semi structured interview method at the end of the field experiment and in addition more informal discussions took place between field experiments.
  The subjects focused on various aspects of classroom management to
  ensure that each lesson was carried out successfully. Unexpected absence of staff negatively affected the progression of the lesson and on classroom management. The subjects coped to the best of their ability to these circumstances and where flexible in their teaching methods with the aim of taking control of the situation. Strengths observed in the teaching of these two subjects was how well they knew their students and although not thinking consciously about their demeanor and interaction with the students the subjects had a specific view on how to approach the students that reflected a positive attitude in the spirit of restitution.

Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33950


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Harpa Lind Örlygsdóttir - Bekkjarstjórnun- 01.06.19.pdf788.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna