is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33952

Titill: 
  • Sköpunarsmiðja í leikskóla : samskipti barna í vinnu með snjalltækni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meistaraverkefni þetta er rannsókn, sem unnin var á deild elstu barna leikskóla á Akureyri haustið 2018, nánar tiltekið í mars fram í júní sama ár. Börnin eru níu, sem tóku þátt í rannsókninni og öll eru þau fædd árið 2012. Fyrirkomulagið var á þá leið, að tvisvar í viku hitti rannsakandi börnin í smiðjum, sem stóðu klukkustund í senn. Smiðjurnar urðu sex talsins og náðu því yfir þrjár vikur.
    Rannsóknin miðaði að því að skoða samskipti barnanna meðan á verkefninu stóð, m.a. félagsfærni, sjálfstraust og samvinnu þeirra í vinnu með tækni. Börnin fengu frjálsar hendur til að skapa umhverfi og sögusvið fyrir snjalltækin Blue-bot og Cubelets en einnig með Lego-kubbum og tilbúnum sögupersónum, sem þau skópu sér sjálf meðan á smiðjunum stóð.
    Enn sem komið er fer lítið fyrir forritun barna á leikskólaaldri. Vonandi verður breyting þar á. Fátt ætti að vera því til fyrirstöðu. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum:
    • Hvað einkennir samskipti fimm ára barna, þegar þau vinna með Blue-bot og Cubelets?
    • Hvernig birtist sjálfstraust barna í vinnu með Blue-Bot og Cubelets?
    Niðurstöður sýna að forritunarvinna sem þessi kallar á aukin samskipti, samvinnu og málamiðlanir barna sín á milli. Samvinna barnanna með snjalltækjunum blés nýju lífi í leik og nám þeirra. Börnin voru iðin og áhugasöm um snjalltækin og voru fljót að tileinka sér þessa nýju tækni. Greina mátti framfarir hjá þeim öllum, bæði hvað varðar vinnu þeirra með tækin og samskiptafærni sín á milli. Jafnframt óx börnunum sjálfstraust eftir því sem sköpunarsmiðjunum fjölgaði og urðu ófeimnari við það að prófa sig áfram.

  • Útdráttur er á ensku

    This assignment is a part of a Master of Education research project conducted in a participating kindergarten in Akureyri in the spring of 2018, more specifically from March until the end of June that same year. The nine children who participated in the study were all born in 2012. Twice a week the researcher met the children in workshop for one hour each time. The workshop where six in total and reached over three weeks.
    The study aims at examining the children’s interaction during the project by analyzing indicators of social skills, independence and their cooperation with each other. The children were given an opportunity to be creative and using creative materials while forming the environment and story setting for Blue-bot and Cubelets with Legos blocks and made-up story characters that they created during the workshops.
    So far, programming (coding) in preschool with preschool children is not very common. That will hopefully change in the near future. There ought not to be many obstacles implementing programming in preschools. The following are the research questions:
    • What characterizes the interactions between five-year-old when working with Blue-bot and Cubelets programming?
    • How does the children’s identity appear in work with Blue-bot and Cubelets?
    The results showed that programming as such calls for increased communication, cooperation and compromise between children. The cooperation of the children with the smart creatures revived their playtime and their learning. The children were diligent and enthusiastic about the smart robots and were quick to adapt this new technology. All of them developed, both in terms of their work with robotics and communication skills. Additionally, the children became more confident with every workshop they attended.

Samþykkt: 
  • 20.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33952


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - Sköpunarsmiðja í leikskóla - Herdís Ólöf.pdf2,06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna