is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33953

Titill: 
 • „Þeim finnst þetta rosalega mikið sport“ : tölvur og snjalltæki í kennslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um tölvur og snjalltæki í kennslu á yngsta stigi og að nýta þær til fjölbreyttra kennsluhátta. Tæknin hefur alltaf meiri og meiri áhrif í samfélaginu sem við lifum í og er skólinn ekki þar undanskilinn. Tölvur og snjalltæki eru mikið notuð í kennslu og hægt er að vinna með þessi tæki á fjölbreyttan hátt.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf kennara á yngsta stigi grunnskóla til þess að nýta tölvur og snjalltæki í kennslu, og til fjölbreyttra kennsluhátta. Tekin voru viðtöl við fimm kennara úr þremur skólum á landsbyggðinni. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að kennararnir séu jákvæðir fyrir því að nota tölvur og snjalltæki í kennslu og til fjölbreyttra kennsluhátta. Kennararnir nýta tölvur og snjalltæki í kennslu mest til þess að styðja við og þjálfa ákveðna færni. Aðgengi að tölvum og snjalltækjum í skólum er mjög misjafnt og töldu kennararnir það vera helstu ástæðu þess að þeir nýttu ekki tölvur og snjalltæki meira en þeir gerðu. Kennararnir leita til samkennara sinna ef þá vantar hjálp eða hugmyndir að námsefni. Þeir töluðu um að þeim finnst erfitt að halda í við þá hröðu þróun sem er í tækniheiminum. Þeir þurfa að vera stöðugt á tánum og fylgjast vel með því sem er að gerast. Það er ekki hægt að alhæfa um viðhorf kennara almennt út frá niðurstöðum þessarar rannsóknar en hún gefur vísbendingar um viðhorf kennara til efnisins.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis discusses the use of computers and smart devices to teach younger pupils and the use of such devices for a multitude of teaching purposes. The effect of technology on modern society continues to increase and its effect reaches the schools as well. Computers and smart devices are extensively used in teaching, and it is possible to use them in different ways.
  The purpose of the study was to survey the attitudes of teachers who teach the youngest pupils towards using computers and smart devices as teaching aid and for other teaching purposes. Five teachers from three schools outside of the greater Reykjavik area were interviewed. The results of the study indicate that the teachers are positive toward using computers and smart devices in teaching and for a range of teaching purposes. When teaching, teachers use computers and smart devices to support and train specific skills. Access to computers and smart devices in schools varies significantly, and the teachers believed that this could be the main reason they do not use them more than they have. Teachers seek the advice of their colleagues if they need help or ideas for teaching material, and they say that they find it difficult to keep up with developments in technology. They need to be on their toes and closely monitor developments as they occur. No broad assumptions can be made from the results of the study but they give quite a good indication of the attitudes of teachers toward the issue.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 30.06.2019.
Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33953


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed Hildur_Ritgerð 5.pdf708.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna