Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33954
Markmiðið þessarar rannsóknar var að skoða upplifun nýliða í kennslu af undirbúningi og stuðningi þegar kemur að foreldrasamstarfi. Leitast var við að varpa ljósi á það hversu góðan undirbúning kennurum finnst þeir fá í háskólanámi sínu og einnig þann stuðning sem þeir fá innan grunnskólans þegar á vettvang er komið. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við söfnun og úrvinnslu gagna. Hálfopin viðtöl voru tekin við sex starfandi grunnskólakennara sem áttu það sameiginlegt að hafa útskrifast með kennsluréttindi á árunum 2016–2017 frá sama háskólanum og starfað sem kennarar í eitt til tvö ár.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að nýliðarnir hefðu viljað fá meiri þjálfun í foreldrasamstarfi í sínu háskólanámi og nefndu þá helst aukna þjálfun á vettvangi í kennaranáminu en þátttakendur í rannsókninni töldu það vera einmitt þar sem þeir fengu mesta þjálfun í foreldrasamstarfi. Formlegri leiðsögn var mjög ábótavant þegar nýliðanir hófu störf og gat það haft áhrif á gengi þeirra í samskiptum við foreldra. Einungis einn viðmælanda hafði menntaðan leiðsagnarkennara sér til halds og traust. Þeir upplifðu einnig að oft var ætlast til að þeir sjálfir ættu frumkvæðið að því að fá stuðning eða aðstoð skólastjórnenda sem og annars starfsfólks innan skólans.
Út frá þessum niðurstöðum má álykta að þeir háskólar sem bjóða upp á kennaramenntun geti stutt enn frekar við vettvangsnám og eflt þannig þjálfun í foreldrasamstarfi áður en kennarar hefja störf. Auk þess þurfa skólastjórnendur að styðja betur við nýliða með formlegri leiðsögn og eiga meira frumkvæði af því að veita aðstoð sína eða stuðning. Markviss leiðsögn og samskipti við aðra kennara um starfið geta aukið líkur á því að nýliðar endist í starfi sem kennarar.
The aim of this research is to examine the experience of novice teachers with their teacher education in terms of preparation and support for the parent school relationships. The goal was to shed light on how extensive the preparation is that these new teachers receive during their studies, and on the support, and guidance offered in the elementary schools once they’re in the field. Six teachers took part in the research, all of which had graduated in the years 2016-2017 from the same university and had been working as teachers for one or two years. Qualitative research methods were utilised for the data gathering and processing and the study was made up of semi-structured interviews. The interviews took place in February of 2019. These conclusions indicate that the novice teachers would like to receive better preparation for these parent-school relationships during their teacher education. Additionally, they would want more opportunities for training in the field. Furthermore, all but one of these novice teachers received no formal mentoring from qualified mentor teacher when they started working in the field. This lack of guidance can adversely affect how they manage these parent school relationships at the start of their careers. The novice teachers also felt like they always had to go looking for the help and assistance they needed from school leaders or other staff.
From these findings we can conclude that the educational institutions
that provide teacher education can increase training in the field and thereby prepare their students better for these parent-school relationships. School leaders must also assign mentors to novice teachers when they are starting out and offer them unprompted guidance and help. Purposeful mentoring and communication with experienced teachers can increase resilience in novice teachers and increase the odds of them lasting in this line of work.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Holmfridur_nylidarogforeldrasamstarf_skemman.pdf | 631.06 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |