is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33955

Titill: 
 • Það er leikur að læra : nám barna í gegnum leik og hlutverk kennara
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar M.Ed. ritgerðar er nám í gegnum frjálsan leik sem kennsluaðferð í leikskólum og hlutverk kennara þegar kemur að leik barna. Í aðalnámskrá (2011) er tekið fram að leikur eigi að vera helsta námsleið barna í leikskólum á Íslandi en umræður benda til þess að leikur sé á undanhaldi þegar kemur að leik sem kennsluaðferð. Rannsakað var mat kennara á hlutverki sínu og áhrifum á leik barna sem og nýtingu þeirra á kennsluaðferðum við leik eða skipulagðar stundir. Rannsóknin var gerð í því skyni að bæta menntun barna með því að stuðla að þekkingu og kanna viðhorf á því hvernig leikur getur nýst sem námsleið hjá börnum á leikskólaaldri. Í rannsókninni var notuð eigindleg rannsóknaraðferð, gögnum var aflað með fjórum viðtölum við starfandi leikskólakennara á Norðurlandi. Lagt var upp með spurningalista sem innihélt tíu spurningar og voru þær hálf opnar. Viðtölin fóru fram í enda febrúar og byrjun mars árið 2019. Gögn voru greind með þemagreiningu (e. Thematic Analysis). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að leikskólakennarar deili ákveðnum hugmyndum þegar kemur að hlutverki sínu í leik barna. Þeirra meginhlutverk felist í því að fylgjast með börnunum og vera til staðar. Nýta þeir þau tækifæri sem gefast til að ræða við börnin um það sem fer fram í leiknum og eru sáttasemjari sé þess þörf. Þá kemur einnig fram að leikskólakennarar telji sig kenna börnunum yfir allan daginn og við allar aðstæður í leikskólastarfinu. Leikskólakennarar nýta að einhverju leyti námsmarkmið í kennslu sinni en þeir virðast frekar einblína á að eldri börnin séu að mestu leyti í friði við frjálsa leikinn en að yngri börnin þurfi töluvert meiri aðstoð við að leika sér. Frjálsi leikurinn virðist ráða ríkjum á Íslandi frekar en kennslufræðilegur leikur.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this thesis was the educational value, and the teacher’s role, in free play as a teaching method in kindergartens. In the national curriculum, Aðalnámsskrá, it is stated that play should be the primary teaching method used in Icelandic kindergartens, however it has been heavily debated that play as a teaching method has decreased. The beliefs of kindergarten teachers regarding their role and influence on child´s play was assessed as well as their implication of teaching method as a part of free play and organized periods.
  This study was carried out in order to improve the education of preschool aged children, by promoting increased knowledge and exploring attitudes towards play as a teaching method.
  Data was gathered using qualitative methods, using a questionnaire
  consisting of ten half-open questions. Participants were four kindergarten teachers working in the northern region of Iceland. The interviews took place in February and March of 2019. The data was analyzed using Thematic Analysis. The results suggest that kindergarten teachers share certain ideas when it comes to their role in child´s play. Their main role is comprised of paying attention to the children and simply being there when needed. They act as peacemakers and use every opportunity given to discuss what occurs in the child´s play. Furthermore, the teachers also presume that they are teaching the
  children throughout the day and in every circumstance.
  While kindergarten teachers do appear to follow the general aims of
  education in their work, they seem to focus more on allowing the older children freedom in their play while providing the younger children with more guidance. In conclusion, free play appears to be the dominant teaching method in Icelandic kindergartens compared to structured play.

Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33955


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jenný-Lind. Meistaraprófsverkefni. - Copy.pdf546.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna