is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33956

Titill: 
 • Bilið sífellt að breikka : reynsla fimm kennara af enskukennslu og aðgengi nemenda að ensku í daglegu lífi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Áhrifa ensku hefur gætt sífellt meira á Íslandi undanfarin ár með tilkomu Internetsins og greiðari samskiptaleiða í gegnum hina ýmsu miðla. Krafan um færni í ensku hefur í kjölfarið farið stigvaxandi, bæði á sviði menntunar og hins almenna vinnumarkaðs. Rannsóknir á stöðu tungumálsins á síðustu árum hafa leitt í ljós að staða ensku er óljós hér á landi og virðist hún að einhverju leyti falla á milli þess að vera annað tungumál og erlent tungumál. Því er þörf á að endurskilgreina stöðu enskunnar til að tryggja samræmi við kennslu tungumálsins í skólum landsins og stuðla að hagnýtri notkun þess síðar meir.
  Tilgangur og meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna hvað enskukennarar á efsta stigi grunnskóla vita um aðgengi nemenda sinna að ensku utan kennslustofunnar og hvernig þeir taka mið af því í kennslu. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir þar sem hálf-opin viðtöl voru tekin við fimm enskukennara sem starfa á efsta stigi í fimm mismunandi grunnskólum og þeir beðnir um að svara samevrópska matsrammanum fyrir tungumál um hvar þeir teldu hinn almenna nemanda vera staddan í hlustun, lestri, samræðum, talmáli og ritun við lok grunnskóla.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kennararnir séu almennt meðvitaðir um aukið aðgengi nemenda að ensku, bilið á milli nemenda sé sífellt að breikka og þeir komi inn í skólana með ólíkan grunn í ensku. Breytt viðhorf nemenda gagnvart kennslunni og væntingar þeirra til námsins hafa einnig áhrif á kennsluna. Til að koma til móts við þetta breiða bil og ólíkar þarfir nemenda reyna kennaranir að getuskipta nemendum, bjóða upp á erfiðleikaskipt efni og gefa framúrskarandi nemendum tækifæri til að taka ensku á framhaldsskólastigi. Kennararnir tala hins vegar um að það sé erfitt að mæta þörfum allra og mestur tími fari í að aðstoða slakari nemendur. Í kjölfarið gleymast nemendur sem eru lengra komnir. Kennararnir voru sammála um að nemendur útskrifist með mismikla færni í ensku en að meirihluti nemenda næði lágmarkshæfniviðmiðum grunnskólans.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, English influence in Iceland has increased immensely with easier access to the Internet and connection through social media. Consequently, the demand for proficiency in English has risen in the field of education and the labour market. Research has revealed that the status of English in Iceland is unclear, and that the language seems to fit neither the definition of being a second language nor a foreign language. Therefore, it is necessary to re-evaluate the role of English in Iceland to ensure consistency of English language learning in Icelandic schools as well as pragmatic use of the language later on.
  The main goal and purpose of this essay is to examine the knowledge of English teachers in Iceland of their students’ increased access to English outside the classroom, and how they take this into account in their teaching. The research methodology was qualitative, and results were based on semi-structured interviews with five English teachers who teach children aged 14–16 in five different compulsory schools in Iceland. The teachers also filled out the Common European Framework of Reference for Languages based on what skill they considered the average student to have acquired in listening, talking, discussing and writing by the end of their compulsory education.
  The results show that the teachers are aware of the increased access their pupils have to English in their daily lives. The gap between students widens and they start compulsory school with different foundations to build on. Students’ views towards the lessons and changed expectations also affect the teaching. In order to meet the students’ different needs, the teachers divide them into groups by ability, offer them material based on difficulty and give outstanding students the opportunity to take English at an upper secondary level. However, the teachers say that it is difficult to meet everyone’s needs and that most of their time is spent assisting students who need more help. Subsequently, students who need less help are forgotten. The teachers agreed that students graduate with different levels of proficiency in English, but the majority meet the minimum competency criteria described in the Icelandic National Curriculum guide for compulsory schools.

Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33956


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KarenHAdalsteins_kennaradeildHA_V2019.pdf867.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna