is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33958

Titill: 
 • Frjáls leikur barna : vettvangsathugun á frjálsum leik barna í kynjaskiptum hópu
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Megin námsleið ungra barna er leikur, í honum endurspegla þau upplifun sína af umhverfinu og fá tækifæri til að prófa sig áfram í öruggu skjóli leiksins. Leikurinn er talin vera mikilvægur í námi og þroska barna, þar læra þau meðal annars félagsfærni og fín- og grófhreyfingar, en einnig er mikil málörvun í gangi. Félagsmótun barna á sér stað á mörgum stöðum og má þar nefna í bókum, heima fyrir, í leikskólanum og meðal jafningja. Börn fá oft frá fyrstu stundu mismunandi skilaboð um það hvað telst viðeigandi hegðun eftir því hvort þau fæðist sem strákur eða stelpa, sem dæmi um það má nefna að stelpur eru oft klæddar í bleikt en strákar í blátt. Leikföng sem miða að ákveðnu kyni eru líka vinsæl og hafa þau tilhneigingu til að þjálfa mismunandi færni, leikföng sem eru stelpumiðuð þjálfa oft meira samskipti og tilfinningalæsi en strákamiðuð leikföng þjálfa meira samkeppni og hreyfingu.
  Ritgerðin fjallar um leik barna á leikskólaaldri og gerð var vettvangsathugun í einum leikskóla á leik barna í elsta árganginum í kynjaskiptum hópum. Í leikskólanum sóttu börnin frekar í að leika við börn af sama kyni heldur en gagnstæðu og ákvað rannsakandi því að hafa hópana kynjaskipta í rannsókninni. Þegar kom að greiningu niðurstaðnanna kom í ljós munur á leik barnanna eftir kynjum og þau léku sér þó nokkuð eftir þeim staðalímyndum sem eru ríkjandi í samfélaginu. Stelpurnar fóru meira í hlutverkaleiki og voru í umönnunar- og húsmæðrastörfum en strákarnir voru virkari og meira í bílaleikjum.

 • Útdráttur er á ensku

  The main study line for young children is playing, there they reflect their experience and get an opportunity to try their ability in safe shelter of the play. Playing is believed to be important in studies and development of children grow, by playing they learn for example social skills, train fine- and rough motor skills, and there are also lot of language stimulations. Socialisation for children occur in many places, for example in books, home, in kindergarten and among peers. From
  birth children often get different message about what is appropriate behaviour for girls or boys, for example girls often get pink outfit and boys blue. Toys that conduce to gender are also popular, but they can have the tendency to exercise different skills, toys that are conduce to girls often train relations and feelings literacy but toys that are conduce to boys train more movement and competition. The thesis focuses on the play of children in preschool age. It contains a field study on one kindergarten during the play of children of the oldest class divided
  by gender. The children in the kindergarten normally prefer to play with children of the same gender and that was taken into account. Analysis of the study showed differences in the children´s play depending on gender and stereotypes in the society clearly emered. The girls were more in roleplay and there was care- and homemaker´s jobs most attractive. The boys were not as much in roleplaying but were more physical active and one of the most attractive categories to play in was car game.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.05.2049.
Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33958


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed lokaritgerð í menntunarfræðum.pdf922.1 kBLokaður til...31.05.2049HeildartextiPDF
Heimildarskrá.pdf336.18 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna