is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3396

Titill: 
 • Rýmisnotkun barna. Athugun á rýmisnotkun drengja og stúlkna í blönduðum og kynjaskiptum leik í skólum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi ritgerð er unnin með það fyrir augun að bera saman rýmisnotkun drengja og stúlkna í frjálsum leik. Framkvæmd var eigindleg rannsókn í tveimur leikskólum og tveimur grunnskólum til að kanna rýmisnotkun drengja og stúlkna og athuga hvort kynjamunur kæmi í ljós. Áhersla var lögð á rýmisnotkun á ólíkum leiksvæðum. Því voru heimsóttir bæði leik- og grunnskóli þar sem börnin leika sér í blönduðum leik og svo leik- og grunnskóli þar sem börnin leika sér í kynjaskiptum leik. Í athugun okkar beindum við sjónum sérstaklega að fimm ára og átta ára gömlum börnum og rýmisnotkun þeirra. Tekin voru viðtöl við kennara í hverjum skóla til að kanna þeirra skoðanir og sýn á rýmisnotkun barnanna.
  Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar eru þrjár og tvær þeirra eru með tveimur undirspurningum. Sú fyrsta er hvers vegna er mismunandi rýmisnotkun í leik talin skipta máli og hvernig má útskýra hana, önnur spurningin er hvort kynjamunur sé á rýmisnotkun í frjálsum leik barna í leik- og grunnskólum og í blönduðum og kynjaskiptum leik á hvorum stað. Sú þriðja og síðasta er hvort kennarar, annars vegar í leikskólum og hins vegar í grunnskólum, telji að rýmisnotkun kynjanna sé mismunandi.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að fræðin sýna fram á að rýmisnotkun kynjanna er ólík. Vitnað er til hugmynda um ólík valdahlutföll kynjanna innan leikvalla sem hafa svo bein áhrif á hugmyndir um kyngervi og þar af leiðandi hugsanleg áhrif á valdastöðu kynjanna þegar til lengri tíma er litið.
  Í athugun okkar kom fram að kynin sýna ólíka rýmisnotkun í blönduðum leik, bæði í leik- og grunnskóla þar sem drengir nota mun meira rými og eru fyrirferðameiri en stúlkur. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við fyrri rannsóknir á viðfangsefninu. Rýmisnotkun kynjanna er hins vegar nokkuð jöfn í kynjaskiptum leik, bæði í leik- og grunnskóla, þar sem bæði stúlkur og drengir nýttu sér mismikið rými til skiptis í athugunum okkar. Þessar niðurstöður vekja upp ákveðnar spurningar um hvort að kynjaskiptur leikur henti betur í skólum landsins, en blandaður leikur, þegar kemur að því að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í lífinu.
  Þessar niðurstöður eru sambærilegar við sýn kennara sem rætt var við í rannsókninni. Kennarar í leik- og grunnskólum virðast gera sér fulla grein fyrir því að drengir taki meira rými en stúlkur og séu plássfrekari. Ennfremur velta þær fyrir sér áhrifum þessarar ójöfnu rýmisnotkunar á framtíð barnanna og hvernig þeim gangi að skapa sér pláss og eigna sér rými með jöfnum hætti þegar litið er til lengri tíma.
  Í heildina litið teljum við þessar niðurstöður kalla á ítarlegri athugun á rýmisnotkun kynjanna og tengsl við hegðun, völd og sjálfsmyndir og svo leiðtogahæfni kynjanna síðar meir.

Samþykkt: 
 • 11.8.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3396


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inga_Gudrun_og_Tinna_fixed.pdf436.05 kBLokaðurMeginmálPDF
Inga_Gudrun_og_Tinna_forsida_fixed.pdf10.53 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna