is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33961

Titill: 
  • Downs-heilkenni í skóla margbreytileikans : upphaf skólagöngu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar barn með Downs-heilkenni byrjar í grunnskóla er að mörgu að hyggja en það eru bæði andlegir og líkamlegir kvillar sem þarf að huga að. Mælt er með að undirbúningur hefjist ári áður en barnið byrjar í skólanum. Börn með fötlun hafa jafnan rétt til náms samkvæmt lögum um grunnskóla og stefnu skóla margbreytileikans. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem tóku gildi 1.október 2018, segir að fötluð börn eigi að njóta menntunar, þjálfunar og tómstunda sem henta einstaklingnum. Einnig segir að stuðla eigi að félagslegri aðlögun og þroska.
    Verkefnið gefur grunnhugmyndir um hvað það er sem skólar þurfa að huga að þegar barn með Downs-heilkenni byrjar í skólanum. Leitast verður sérstaklega við að svara tveimur spurningum, þær eru: Að hvaða meginþáttum þarf að hyggja þegar barn með Downs-heilkenni hefur grunnskólagöngu að mati foreldra og kennara? Einnig verður skoðað hvaða aðferðir hafa rannsóknir sýnt að skili árangri. Upplifun foreldra af byrjun skólagöngu er misjöfn en allir foreldrar sem tóku þátt upplifðu kvíða og stress. Góður undirbúningur og gott samstarf milli heimilis og skóla töluðu allir viðmælendur rannsóknarinnar um að væri mikilvægt, bæði kennarar og foreldrar. Það styður við fræðin m.a. að því leyti að það séu grunnþættir að góðum árangri. Farið verður yfir mikilvægi snemmtækrar íhlutunar, nokkrar hugmyndir að kennsluaðferðum og þáttum sem mikilvægt er að hafa í huga þegar kennsla er skipulögð með fatlaðan einstakling í bekknum.

  • Útdráttur er á ensku

    There are many things to keep in mind when a child with Downsyndrome starts elementary school, both psychological and physical. It is recommended to start preparations one year before the child starts school. By that time the school should have already organized who should be the class teacher and prepare the staff with for example with courses. According to the Icelandic public schools policy and regulations, all children with disabilities have the same rights to education as other children. In laws about service for disabled people which took effect 1. October 2018 is written that disabled children should have the benefit to an education, training and activites that is suitable for the child. Social adaptation and development are also things that should be paid attention to. This project provides basic ideas on what schools need to consider when a child with Downs-syndrome starts at school. Particular efforts will be made to answer two questions, they are: What are the main factors to consider when a child with Downs-syndrome starts school, according to parents and teachers? (in the opinion of parents and teachers?)There will also be examined what methods research has shown to be successful? Parents experience at the beginning of school varies but all parents who were involved experienced anxiety and stress. All of the interviewees talked about how important it is to have high quality preparation and good co-operation between home and school. That supports the theory in the sense that there are basic elements for good results. The importance of early intervention will be reviewed, some ideas of teaching methods and factors that are important to keep in mind when teaching with a disabled person in the class.

Samþykkt: 
  • 20.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Downs ritgerð - PDF.pdf754.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna