is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/33962

Titill: 
 • ,,Eða svo er okkur sagt" : innihaldsgreining á nokkrum sögukennslubókum
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Skömmu eftir að sögukennslubækurnar Sögueyjan 1 og Sögueyjan 2 komu út hlutu þær nokkra gagnrýni frá Jafnréttisstofu og öðrum aðilum vegna þess hve lélega hlutdeild konur fengu í texta bókanna. Bækurnar voru í kjölfarið endurútgefnar. Í þessari rannsókn er athugað hver munurinn er á nýju útgáfunum og þeim eldri hvað varðar hlutdeild kynjanna auk þess sem fleiri nýjar sögukennslubækur eru skoðaðar ásamt þýddum, norskum bókaflokki með tilliti til jafnréttis kynjanna í þeim og þær bornar saman við fyrri rannsóknir. Jafnframt eru þessar sömu bækur rannsakaðar út frá öðrum jafnréttisgrundvelli: búsetu. Reynt var að komast að því hvar Íslandssagan á sér stað í sögukennslubókum auk þess sem reifað er mikilvægi þess fyrir sjálfsvitund þeirra nemenda sem þurfa að nota umræddar bækur út frá tengingu þeirra við sitt nánasta samfélag.
  Notast var við innihaldsgreiningu á bókunum þar sem taldar voru nafngreiningar á fólki eða staðarheitum og þær flokkaðar eftir kyni eða búsetu, eftir því hvað átti við. Niðurstöðurnar eru þær að hlutföll kynjanna í Sögueyju-bókunum jöfnuðust og einnig að nýrri sögukennslubækur standa eilítið betur hvað varðar þessa hluti en þær eldri.
  Í búsetuþætti rannsóknarinnar var landinu skipt í tvennt eins og gert var í fyrri rannsókn sem gerð var á söguvitund íslenskra unglinga þar sem höfuðborgarsvæðið er skilgreint frá og með Hafnarfirði til og með Kjósarhrepps en landsbyggðin allir aðrir hlutar landsins. Í þeim bókum sem voru rannsakaðar kom í ljós að næstum þriðjungur nafngreindra staðarheita voru innan höfuðborgarsvæðisins en tvo þriðju fyrir utan það. Mismunandi var hvaða staðir voru nefndir í bókunum og skipti þar hvaða tímabil fjallað er um í bókunum mestu máli.

 • Útdráttur er á ensku

  When the history textbooks Sögueyjan 1 and Sögueyjan 2 were published they were criticized for how little space in the text was dedicated to women. In the light of that criticism the books were revised and republished. In this thesis we try to see if there is a difference between the two editions along with checking few newer textbooks along with Norwegian books that have been translated into Icelandic to see how much space women get in those books and compare the results to older researches. At the same time the same books were looked at by another perspective of equality: where people live. We tried to see where the history of Iceland happened in the textbooks and its importance for the identity of the students who need to read these books.
  Content analysis was used and all instances of peoples names or places were counted and categorized by gender or where the place is. The result was that the percentages of gender in Sögueyjan 1 and 2 were a little bit more favorable to women than in the previous editions and that newer history textbooks have a bit higher percentages of women then older textbooks.
  When the places were researched the country was split into two areas as it had been done in previous research about the historical consciousness of Icelandic teens compared to their European counterparts. The country was split into the capital area, from Hafnarfjörður to Kjósarhreppur, and the rest of the country. In the books that were analyzed around one third of the places named in them were in the capital area while around two thirds were in the rest of the country but different eras gave different results.

Samþykkt: 
 • 20.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/33962


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnar Logi Búason - Eða svo er okkur sagt MPR0230 - Skil á Skemmu.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna