Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/33963
Heimilisofbeldi eða ofbeldi í nánum samböndum er þjóðfélagsmein og
vandamál sem fyrirfinnst um allan heim. Hér áður fyrr var litið á ofbeldi í
nánum samböndum sem vandamál sem takast ætti á við heima fyrir, en það
viðhorf hefur sem betur fer breyst. Samhliða þeim viðhorfsbreytingum sem
hafa átt sér stað í samfélaginu hefur lagaumhverfið tekið breytingum.
Árið 2016 áttu sér stað ákveðin tímamót í réttarvernd þeirra sem verða fyrir
ofbeldi í nánum samböndum. Þá var í fyrsta skipti lögfest sérstakt ákvæði um
ofbeldi í nánum samböndum. Með lögfestingu ákvæðisins var sérstaða
brotanna viðurkennd.
Markmiðið með þessari ritgerð er að kanna hvaða breytingar hafa átt sér
stað í réttarvernd þeirra sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Farið
verður yfir þau ákvæði sem varða slíkt ofbeldi, beint og óbeint, og hvernig
dómaframkvæmd í málaflokknum hefur breyst. Þá verður það kannað hver
réttarstaða þolenda ofbeldis í nánum samböndum er í dag og hvort þolendur
njóti fullnægjandi verndar hér á landi, miðað við alþjóðlegar skuldbindingar.
Domestic violence is a serious issue in every society. For a long time, it was
believed, that domestic violence was a problem that should be resolved within
the privacy of the family home. Fortunately, times have changed for the better,
and people have started to realize that this is a serious offence. Alongside these
attitude changes there have been made some changes in the legal system.
In the year 2016, there was a certain turning point in the Icelandic legal
system regarding the protection of those who suffer domestic violence. Then,
for the first time, a special provision on domestic violence was legalized. With
that, the specialty of the offence was recognized.
The purpose of this thesis is to explore the changes that have taken place in
the legal system for those who suffer domestic violence. The provisions
concerning domestic violence will be reviewed, and how the case law in this
category, in Iceland, has changed. The legal status of victims of domestic
violence will be examined, and whether they are adequately protected, with
regards to international obligations.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Ofbeldi í nánum samböndum, ML lokaskil, Elma.pdf | 930,27 kB | Locked Until...2138/05/15 | Complete Text |