is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/33967

Titill: 
  • Að vera hetja í sjálfs síns augum : lífssaga um sjálfsást
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hugtakið sjálfsást hefur á síðastliðnum árum fengið æ meiri athygli í almenni umræðu, í sjálfshjálparbókum og innan nýaldarfræða. Ekki hefur verið ein sátt um þýðingu hugtaksins. Markmið þessarar rannsóknar er að greina hugtakið sjálfsás í gegnum lífssögu Auðar, íslenskrar konu á sjötugsaldri. Auk þess er tilgangurinn að skoða hverjar birtingarmyndir sjálfsástar eru í gegnum lífsflæði einnar manneskju. Þar með verður sagan megin þungi rannsóknarinnar sem ljær sögumanneskjunni rödd og gefur rými til að skoða samfélag, tíðaranda og menningu er mótaði hana. Stuðst var við fræðilega lífssögu rannsókn sem og talmálshugtakagreiningu. Niðurstöður benda til að sjálfsást sé skynjun einstaklings á sjálfum sér sem siðferðis- og félagsveru. Viðurkenning og virðing fyrir sjálfinu ásamt stöðugri sjálfsskoðun sem knúin er af vilja til vellíðunar og farsældar er þar þungamiðja. Sjálfsást hefur ólíkar birtingarmyndir sem byggðar eru á félags- og menningarheimi einstaklinga sem og persónugerð og sjálfsmynd hvers og eins. Niðurstöður undirstrika gildi sögunar í lífi hvers einstaklings sem og þann hvata (sjálfsástina) sem knýr manneskju til að leita eftir vellíðan og njóta farsældar í eigin lífi.

  • Útdráttur er á ensku

    Self-love is a concept that has received much attention in recent decades, mostly in so-called self-help literature as well as New Age spiritual writing, but also in the contexts of popular discourse and therapeutic practice. The concept is vague and has various meanings in different academic disciplines. The aim of this research is to examine conceptions and manifestations of self-love by means of colloquial concept analysis as well as in the context of the life history of an Icelandic woman in her seventies called Auður. The purpose is to see how self-love manifests throughout the life-course of an individual person. Auður’s story becomes the anchor of the research which gives her voice of her own, and the story thereby becomes an analytical tool for investigating the community, culture and zeitgeist that shaped Auður as a person. I argue that self-love is a person’s perception of herself as a social and ethical being. Acceptance of and respect for self, combined with constant introspection compelled by a strong desire for well-being and happiness is key to experiencing self-love. Furthermore, I argue that self-love has different manifestations based on social conditions, culture and the personality of an individual. My findings underscore the value of the stories of each person´s life, and the incentives of self-love that compel a person to experience well-being and satisfaction in her own life.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 01.02.2029.
Samþykkt: 
  • 20.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að vera hetja í sjálfs síns augum.pdf711.28 kBLokaður til...01.02.2029HeildartextiPDF