en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/33968

Title: 
  • Title is in Icelandic Samræðufélagar : samræður sem kennsluaðferð
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Samræður eru stór hluti af öllu skólastarfi, hvort sem um ræðir samræður kennara við nemendur, samræður milli nemenda eða samræður starfsmanna sín á milli. Samræður má nýta með markvissum hætti til að bæta árangur í hvaða námsgrein sem er og hafa slíkar aðferðir verið notaðar víða um heim um langt skeið með ólíkum hætti þó. Hér á landi hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til kennslu með samræðuaðferðum á öllum skólastigum. Samræður sem kennsluaðferð er lítt rannsökuð hér á landi en hefur orðið nokkuð áberandi í skólamálaumræðu víða á undanförnum árum. Starfendarannsókn þessi fjallar um tilraunakennslu á kennsluaðferð sem byggir á samræðum. Aðferðin á uppruna í Bretlandi og kallast þar Talking Partners sem er þýtt sem Samræðufélagar í þessari ritgerð. Blandaðar aðferðir voru notaðar við rannsóknina, gögnum var safnað með eigindlegum og megindlegum aðferðum. Rannsóknin er starfendarannsókn þar sem ég lagði mat á eigin framfarir og starfsþróun, hvernig mér gekk að tileinka mér vinnubrögð aðferðarinnar og hvernig ég nýtti þær leiðbeiningar sem efninu fylgja. Tvö mælitæki voru notuð til að meta áhrif aðferðarinnar á árangur barna og voru próf lögð fyrir nemendur fyrir og eftir tíu vikna íhlutunartímabil þar sem aðferðinni var beitt. Þau börn sem valin voru til þátttöku í rannsókninni eru öll af erlendum uppruna og læra íslensku sem annað mál. Víða má sjá vísbendingar um að kennslu barna af erlendum uppruna sé að einhverju leyti ábótavant. Kennarar leggja sig fram um að mæta þörfum þeirra en þeim þykir vanta stefnumótun, þekkingu og kennsluefni. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að kennsluefnið Samræðufélagar geti nýst vel í íslenskum skólum og að kennarar geti auðveldlega tileinkað sér þær aðferðir sem þar er lýst ef nægilegur stuðningur fæst við innleiðingu. Þeir nemendur sem fengu kennslu með aðferðinni sýndu góðar framfarir í orðaforða og tjáningu sem gefur von um að þessi kennsluaðferð sé árangursrík og að skólar á Íslandi þurfi efni sem þetta og fræðslu um kennsluaðferðina til að mæta betur þörfum barna af erlendum uppruna.

  • Dialogue is a major part of daily school life, teacher student dialoge, students communicating and teachers having dialoge amongst themselves. Dialogue can be used purposefully to improve student outcome in any subject, and such teaching methods have been used world wide for many years, in different ways and for different purposes. In Iceland, several attemts have been made at all school levels in teaching throught dialoge. Dialogue as a teaching method has not been studied greatly in Iceland but has become more and more discussed among teachers in recent years. This research project describes experimental teaching of a method based on dialogue. The method originates in the UK and is called Talking Partners. Mixed method research design was used in the study, data was colleced in qualitative and quantitative ways. This is an action research with the purpose of investigating the effect of the teaching method on student outcome. I evaluated my own progress, how well the method was implemented on my behalf and if I was able to use effectively the teacher material provided. Two measuring instruments were used to measure progress after a ten week intervention. The children who participated in the study are all learning Icelandic as a second language. Icelandic teachers generally believe that Icelandic schools do not sufficiently provide good teaching for these student and that there is a lack of good policy, knowledge and teaching material. The result of this study provides evidence that Icelandic teachers can implement this teaching method if sufficient support is provided during implementation. The students who participated in the study all showed good progress in vocabulary and in their speaking. That gives hope that the method is effective and that we can use teaching material such as this to meed the needs of these children.

Description: 
  • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað til 01.08.2019.
Accepted: 
  • Jun 20, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/33968


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
RannveigSig_Lokaritgerd_Skemman2019.pdf1.41 MBOpenComplete TextPDFView/Open